WDCS: „Heiftarlega svekkjandi ákvörðun“

Alþjóðleg sam­tök um vernd­un hvala og höfr­unga (WDCS) lýstu undr­un sinni og gremju í dag yfir þeirri ákvörðun Árna M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í morg­un að hefja hrefnu­veiðar í vís­inda­skyni.

„Þetta er heift­ar­lega svekkj­andi ákvörðun," sagði Mark Simmonds, vís­inda­full­trúi WDCS. „Það er eng­in þörf fyr­ir vís­inda­legt dráp af þessu tagi og það eru okk­ur ákaf­lega mik­il von­brigði að Íslend­ing­ar hafi kosið að fara þessa leið. Hval­veiðar eru óþarfar og grimmd­ar­leg­ar í aug­um nú­tíma­manna," sagði Simmonds.

Seg­ir í yf­ir­lýs­ingu WDCS að sam­tök­in telji áætl­un Íslend­inga um hval­veiðar í vís­inda­skyni vera yf­ir­varp; ætl­un þeirra sé að hefja að nýju hval­veiðar í at­vinnu­skyni.

mbl.is