Bandaríkin hvetja Íslendinga til að endurskoða ákvörðun um hrefnuveiðar

Guðmundur Konráðsson hrefnuveiðimaður á Ísafirði mundar hrefnubyssuna.
Guðmundur Konráðsson hrefnuveiðimaður á Ísafirði mundar hrefnubyssuna. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í dag þar sem fyr­ir­huguðum vís­inda­veiðum Íslend­inga á hrefnu er mót­mælt og þær harmaðar. Eru Íslend­ing­ar hvatt­ir til að end­ur­skoða ákvörðun sína um hval­veiðarn­ar. Tals­menn ráðuneyt­is­ins gagn­rýndu veiðiáætl­un­ina einnig harðlega í gær og sögðu þá að veiðarn­ar kynnu að leiða til viðskipt­arefsiaðgerða í sam­ræmi við svo­nefnt Pelly-ákvæði í banda­rísk­um fisk­vernd­ar­lög­um. Ekki er minnst á refsiaðgerðir í yf­ir­lýs­ing­unni í dag en banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn segja að þær komi enn til greina. „Það er enn uppi á borðinu," hef­ur AFP frétta­stof­an eft­ir ein­um emb­ætt­is­manni.

Þegar emb­ætt­is­menn í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu voru spurðir hvers vegna gef­in væri út yf­ir­lýs­ing um málið tæp­um sól­ar­hring eft­ir að fjallað var um það á blaðamanna­fundi ráðuneyt­is­ins í gær, sögðu þeir að þetta end­ur­speglaði þá þýðingu sem Banda­rík­in telja málið hafa.

„Við vild­um að öll­um væri ljós afstaða okk­ar," sagði emb­ætt­ismaður­inn.

Segja vís­inda­veiðar grafa und­an veiðistjórn­un­ar­regl­um hval­veiðiráðsins
„Banda­rík­in harma mjög og lýsa harðri and­stöðu við til­kynn­ingu rík­is­stjórn­ar Ísland frá 6. ág­úst 2003 um áform um að hefja vís­inda­veiðar á hvöl­um," seg­ir í upp­hafi yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar í dag.

Þar seg­ir að vís­inda­áætl­un­in, sem ger­ir ráð fyr­ir að veiða 38 hrefn­ur í ár, sé óþörf og muni grafa und­an stuðningi ís­lenskra stjórn­valda við nýj­ar veiðistjórn­un­ar­regl­ur sem unnið er að inn­an Alþjóðahval­veiðiráðsins:

„Banda­rík­in telja að dráp á hvöl­um í vís­inda­skyni sé ekki nauðsyn­legt og hægt sé að afla vís­inda­legra gagna með öðrum hefðbundn­um aðferðum," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. „Til viðbót­ar telj­um við að vís­inda­veiðiáætl­un Íslend­inga grafi und­an til­raun­um Alþjóðahval­veiðiráðsins til að þróa áhrifa­ríka og gegn­sæja veiðistjórn­un­araðferð fyr­ir hval­veiðar í at­vinnu­skyni."

„Banda­rík­in hvetja Ísland enn á ný að end­ur­skoða þá ákvörðun sína að hrinda þess­ari áætl­un í fram­kvæmd," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. Þar seg­ir einnig að banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn hafi ít­rekað hvatt ís­lensk stjórn­völd til að hætta við þessi áform eft­ir að vís­inda­áætl­un­in var lögð fyr­ir hval­veiðiráðið í vor.

mbl.is