Bandaríkjamenn segja hvalveiðar líklega leiða til viðskiptaþvingana

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda að veiða 28 hrefnur í vísindaskyni hefur …
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda að veiða 28 hrefnur í vísindaskyni hefur vakið hörð viðbrögð og Bandaríkjastjórn segir að hún kunni að leiða til viðskiptaþvingana. mbl.is/Bæjarins besta

Phil­ip Reeker, talsmaður banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, seg­ir að komi til þess að Íslend­ing­ar veiði hvali í vís­inda­skyni muni það vænt­an­lega leiða til þess að farið verði yfir vís­inda­áætl­un Íslend­inga með svo­nefnda staðfest­ing­arkæru í huga og slík kæra gæti leitt til ým­issa aðgerða af hálfu Banda­ríkja­manna, m.a. viðskiptaþving­ana sam­kvæmt Pelly-ákvæðinu í banda­rísk­um fisk­vernd­ar­lög­um sem kveður á um refsiaðgerðir gegn ríkj­um sem van­v­irða samþykkt­ir Alþjóðahval­veiðiráðsins til vernd­ar hvala­stofn­um.

„Þótt vís­inda­áætl­un Íslend­inga sé tækni­leg lög­leg og í sam­ræmi við stofn­sátt­mála Alþjóðahval­veiðiráðsins, telja Banda­rík­in að hval­veiðarn­ar sem þar er lagt til, séu ónauðsyn­leg­ar og hægt sé að afla þeirra gagna sem stefnt er að eft­ir öðrum leiðum," sagði Reeker í sam­tali við AFP frétta­stof­una.

Pelly-ákvæðið er hluti af lög­gjöf sem samþykkt árið 1967 til að vernda fiski­stofna. Banda­ríkjaþing samþykkti þetta ákvæði árið 1978 og fjall­ar það um ráðstaf­an­ir til stuðnings alþjóðasamþykkt­um um vernd­un fiski- og hvala­stofna. Sam­kvæmt því á viðskiptaráðherra að láta rann­saka hvort veiðar til­tek­ins rík­is grafi und­an alþjóðasamþykkt­um og kom­ist hann að þeirri niður­stöðu beri hon­um a staðfesta það við Banda­ríkja­for­seta.

Nokkru síðar samþykkti Banda­ríkjaþing Packwood-ákvæðið, sem legg­ur banda­ríska viðskiptaráðherr­an­um þá skyldu á herðar að fylgj­ast með öll­um veiðum sem gætu falið í sér brot á samn­ing­um og að hraða ákvörðunum sem varða slík­ar veiðar. Banda­rík­in áður hótað að beita þess­um ákvæðum gegn Íslend­ing­um þegar vís­inda­veiðar voru stundaðar í lok ní­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar en til þess kom ekki vegna sam­komu­lags sem ís­lensk og banda­rísk stjórn­völd gerðu um þær veiðar. Einnig hafa Banda­ríkja­menn hótað að beita ákvæðinu gegn Japön­um vegna hval­veiða þeirra.

Árni M. Mat­hiesen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, seg­ist hins veg­ar í sam­tali við AFP ekki ótt­ast nei­kvæð viðbrögð vegna vænt­an­legra hval­veiða. „Við telj­um að fólk muni skilja þörf­ina á vís­inda­leg­um rann­sókn­um. Og slík­ar veiðar eru óum­deild­ur rétt­ur allra aðild­ar­ríkja Alþjóðahval­veiðiráðsins. Þess vegna eru þær lög­leg­ar, al­veg eins og hval­veiðar þriggja stærstu hval­veiðiþjóðanna, Banda­ríkj­anna, Jap­ana og Norðmanna."

mbl.is