Hvalaskoðunarsamtökin harma ákvörðun um vísindaveiðar

Stjórn Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands sendi í morg­un frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem hörmuð er sú ákvörðun Árna M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í gær að hefja hval­veiðar í vís­inda­skyni.

Álykt­un Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands er svohljóðandi:

„Stjórn Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands harm­ar þá ein­hliða ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda að hefja veiðar á hrefn­um hér við land án samþykk­is Alþjóða hval­veiðiráðsins og okk­ar helstu viðskiptalanda.

Stjórn­in lít­ur á þessa ákvörðun stjórn­valda sem beina aðför að grein­inni og benda á að hvergi í heim­in­um er verið að sýna og skjóta sömu hvala­teg­und eins og áform eru uppi um hér við land, en hvala­skoðun á Íslandi bygg­ir að lang­mestu leyti á að sýna hrefn­ur.

Hvala­skoðun­ar­sam­tök Íslands hafa ávallt lagt áherslu á að hval­veiðar hér við land verði ekki hafn­ar nema í sátt við alþjóðasam­fé­lagið og viðeig­andi stofn­an­ir. Að öðrum kosti verði meiri hags­mun­um fórnað fyr­ir minni. Stjórn­in tel­ur að þessi ákvörðun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra komi til með að skaða ferðaþjón­ust­una á Íslandi al­mennt og hvala­skoðun með bein­um hætti. Sam­tök­in krefjast þess að stjórn­völd end­ur­skoði af­stöðu sína nú þegar og fresti öll­um áform­um um hval­veiðar þar til fullt sam­ráð hef­ur verið haft við Sam­tök Ferðaþjón­ust­unn­ar, okk­ar helstu viðskipta­lönd og Alþjóða hval­veiðiráðið."

mbl.is