Óraunhæft er að ætla að hægt verði að selja Japönum norskt hvalkjöt í bráð, að því er fram kemur í bréfi sem sjávarútvegsráðuneytið í Ósló hefur ritað samtökum smáhvelaveiðimanna í Noregi.
Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs kom inn á hugsanleg viðskipti með hvalkjöt í viðræðum við japanska ráðamenn er hann var í heimsókn í Japan í vor. Niðurstaðan af þeim viðræðum var neikvæð, segir sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet.