Norskt hvalkjöt ekki til Japans í bráð

Óraun­hæft er að ætla að hægt verði að selja Japön­um norskt hval­kjöt í bráð, að því er fram kem­ur í bréfi sem sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið í Ósló hef­ur ritað sam­tök­um smá­hvela­veiðimanna í Nor­egi.

Kj­ell Magne Bondevik for­sæt­is­ráðherra Nor­egs kom inn á hugs­an­leg viðskipti með hval­kjöt í viðræðum við jap­anska ráðamenn er hann var í heim­sókn í Jap­an í vor. Niðurstaðan af þeim viðræðum var nei­kvæð, seg­ir sjáv­ar­út­vegs­blaðið Fiskeri­bla­det.

mbl.is