Fyrra flaggskipi Greenpeace sökkt af Frökkum

Komi flagg­skip Grænfriðunga hingað til lands verður það ekki í fyrsta sinn sem sam­tök­in eru hér á ferðinni. Skipið er þó ekki hið sama og kom hingað í jóm­frú­ar­ferð sinni árið 1978 til að reyna að koma í veg fyr­ir hval­veiðar Íslend­inga.

Kom Rain­bow Warri­or hingað aft­ur árið 1979 en skip­inu var svo sökkt árið 1985 í höfn­inni í Well­ingt­on á Nýja-Sjálandi af frönsku leyniþjón­ust­unni. Skipið sem nú er vænt­an­legt hef­ur verið í notk­un frá ár­inu 1989.

Grænfriðung­ar voru aft­ur á ferðinni hér á landi árið 1985 á skipi er nefnd­ist Sirius. Þá var til­efnið til­kynn­ing ís­lenskra stjórn­valda um að árið eft­ir myndu Íslend­ing­ar hefja hval­veiðar í vís­inda­skyni. Um svipað leyti kom hingað skip á veg­um Sea Shep­ard-sam­tak­anna, sem rúmu ári síðar með Paul Wat­son í broddi fylk­ing­ar sökktu tveim­ur hval­bát­um í Reykja­vík­ur­höfn.

Árið 1990 komu Grænfriðung­ar til Íslands á skip­inu Solo til að kynna bar­áttu sam­tak­anna gegn los­un geisla­virks úr­gangs í sjó. Síðan þá hafa skip Grænfriðunga ekki sést við Íslands­strend­ur, eft­ir því sem næst verður kom­ist, og sam­tök­in ekki haft tals­mann hér á landi í nokk­ur ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: