Breskum hvalavinum sem gremst ákvörðun íslenskra yfirvalda um að hefja hvalveiðar að nýju í vísindaskyni hyggjast efna til mótmæla á Trafalgar-torgi í Lundúnum, að því er segir í frétt BBC. Mótmælendur munu hafa meðferðis líkan af hrefnu.
Þá er skip Grænfriðunga, Rainbow Warrior, á leið til Íslands, einnig í mótmælaskyni. Dýraverndunarsamtök hvetja fólk til að hugsa sig um tvisvar áður en það fólkir íslenskan fisk og að senda tölvupóst til samgönguráðuneytisins á Íslandi til að mótmæla veiðunum.
Dýraverndunarsamtökin Royal Society for the Prevention of Cruelty to Animals, RSPCA, segja að breskur neytendur ættu að ígrunda að sniðganga íslenskan fisk til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Samtökin segja enga réttlætingu fyrir þeirri ákvörðun Íslendinga að veiða 38 hrefnur á ári í vísindaskyni.