Hvalveiðum Íslendinga mótmælt á Trafalgar-torgi

Bresk­um hvala­vin­um sem gremst ákvörðun ís­lenskra yf­ir­valda um að hefja hval­veiðar að nýju í vís­inda­skyni hyggj­ast efna til mót­mæla á Trafal­g­ar-torgi í Lund­ún­um, að því er seg­ir í frétt BBC. Mót­mæl­end­ur munu hafa meðferðis lík­an af hrefnu.

Þá er skip Grænfriðunga, Rain­bow Warri­or, á leið til Íslands, einnig í mót­mæla­skyni. Dýra­vernd­un­ar­sam­tök hvetja fólk til að hugsa sig um tvisvar áður en það fólk­ir ís­lensk­an fisk og að senda tölvu­póst til sam­gönguráðuneyt­is­ins á Íslandi til að mót­mæla veiðunum.

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in Royal Society for the Preventi­on of Cru­elty to Ani­mals, RSPCA, segja að bresk­ur neyt­end­ur ættu að ígrunda að sniðganga ís­lensk­an fisk til að mót­mæla hval­veiðum Íslend­inga. Sam­tök­in segja enga rétt­læt­ingu fyr­ir þeirri ákvörðun Íslend­inga að veiða 38 hrefn­ur á ári í vís­inda­skyni.

mbl.is