Lítið farið fyrir mótmælum í tölvupósti

Hvalavinir héldu á lofti líkani af hval á Trafalgar-torgi í …
Hvalavinir héldu á lofti líkani af hval á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. AP

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in Royal Society for the Preventi­on of Cru­elty to Ani­mals, RSPCA, hvetja til þess á vefsíðu sinni að fólk skrifi Sturlu Böðvars­syni sam­gönguráðherra bréf eða Unni Gunn­ars­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu ráðherra og ferðamála. Fólk er hvatt til að mót­mæla veiðunum og hvetja þess í stað til að Íslend­ing­ar bjóði í aukn­um mæli upp á hvala­skoðun.

Unn­ur seg­ir í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins ekki hafa fengið tölvu­póst með mót­mæl­um frá því ís­lensk yf­ir­völd ákváðu að hefja hval­veiðar að nýju. Í þá tíu mánuði sem hún hef­ur gegnt starfi sínu í ráðuneyt­inu seg­ist hún hafa fengið á bil­inu 20 til 30 tölvu­pósts­skeyti þar sem ein­stak­ling­ar lýsa yfir vand­læt­ingu sinni á því að Íslend­ing­ar séu að ígrunda að hefja hval­veiðar og seg­ist ekki hafa hug á að heim­sækja slíkt land.

Unn­ur seg­ir að sam­gönguráðuneytið móti ekki stefnu Íslend­inga í hval­veiðum og því sé það ekki rétti aðil­inn til að koma á fram­færi mót­mæl­um við. Hún seg­ir að yf­ir­leitt sé slík­um tölvu­pósti ekki svarað þar sem hann inni­haldi oft­ast nær ein­göngu yf­ir­lýs­ing­ar ein­stak­linga, sem lang­flest­ir séu að skrifa frá Bretlandi.

Frétta­vef­ur Morg­un­blaðsins hafði sam­bandi við sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið en ekki reynd­ist unnt að fá upp­lýs­ing­ar um hvort mikið hefði borið á mót­mæl­um í tölvu­pósti þangað.

Hvala­vin­ir mót­mæltu fyr­ir­huguðum hval­veiðum Íslend­inga með því að safn­ast sam­an á Trafal­g­ar-torgi í Lund­ún­um. Tony Banks, þingmaður Verka­manna­flokks­ins, tók þátt í mót­mæl­un­um og sagði í sam­tali við BBC að rök Íslend­inga væru „fá­rán­leg“. „Þetta eru hval­veiðar í hagnaðarskyni, Íslend­ing­ar eru að mis­nota orðið vís­indi til að slátra skepn­um,“ bætti ráðherr­ann við.

RSPCA

mbl.is