Rainbow Warrior snúið til Íslands

Flagg­skip um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Green­peace, Rain­bow Warri­or, er vænt­an­legt til Íslands síðar í mánuðinum vegna fyr­ir­hugaðra hrefnu­veiða Íslend­inga í vís­inda­skyni.

Frode Pleym, talsmaður Green­peace í Osló, sagði við Morg­un­blaðið að mark­mið heim­sókn­ar­inn­ar væri að kynna sér viðhorf Íslend­inga og koma á fram­færi mót­mæl­um við fyr­ir­huguðum veiðum. Ekki væri ætl­un­in að standa fyr­ir sér­stök­um mót­mælaaðgerðum.

Á vefsíðu Green­peace, eða Grænfriðunga eins og sam­tök­in hafa gjarn­an verið nefnd hér á landi, kem­ur fram að Rain­bow Warri­or hafi verið á leiðinni til Grikk­lands þegar ís­lensk stjórn­völd kynntu áform sín um vís­inda­veiðarn­ar. Fljót­lega eft­ir það hafi verið ákveðið að snúa skip­inu til Íslands.

Eng­ar aðgerðir á sjó

Leggjast Grænfriðungar alfarið gegn vísindaveiðunum og óttast að þær séu aðeins fyrsta skrefið að hvalveiðum í atvinnuskyni.

"Við höf­um breytt okk­ar starfs­hátt­um frá þeim tíma þegar sam­tök­in reyndu að koma í veg fyr­ir hval­veiðar Íslend­inga. Eng­in áform eru uppi um aðgerðir á sjó þegar veiðarn­ar eiga að hefjast held­ur ætl­um við fyrst og fremst að kynna okk­ur skoðanir Íslend­inga, jafnt al­menn­ings sem yf­ir­valda. Við höf­um sett stefn­una á Ísland en ef við finn­um að eng­inn áhugi er á að fá okk­ur þá kom­um við ekki og höld­um bara áfram okk­ar bar­áttu með öðrum hætti. Þetta verður end­an­lega ákveðið á næstu dög­um en á meðan er skip­inu siglt áfram til ykk­ar. Ef og þegar við kom­um verður skipið opið hverj­um þeim sem vill koma um borð og kynna sér okk­ar sjón­ar­mið," seg­ir Pleym og von­ast til að Grænfriðung­ar nái fundi með Árna M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og ýms­um stofn­un­um og sam­tök­um hér á landi, m.a. Hvala­skoðun­ar­sam­tök­um Íslands. Hann seg­ir Grænfriðunga ekki ennþá hafa sett sig í sam­band við nein sam­tök hér á landi en bú­ist er við að æðsti yf­ir­maður sam­tak­anna, Gerd Leipold, verði með í för. Hann stóð í brúnni þegar skip með sama nafni kom til Íslands fyr­ir 25 árum og reynt var að stöðva hval­veiðar Íslend­inga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: