Skip Grænfriðunga til Íslands

Rain­bow Warri­or, flagg­skip um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Green­peace, er á leið til Íslands. Að sögn Frode Pleym, tals­manns sam­tak­anna í Osló, var ákveðið að halda til Íslands þegar fregn­ir af fyr­ir­huguðum vís­inda­veiðum Íslend­inga á hrefnu bár­ust. Skipið var þá á Miðjarðar­haf­inu á leið til Grikk­lands.

Að sögn Pleym hafa Grænfriðung­ar í hyggju að kynna Íslend­ing­um sjón­ar­mið sín en ekki að reyna að koma í veg fyr­ir hval­veiðar með bein­um aðgerðum. Annað skip Green­peace með sama nafni var sent til Íslands árin 1978 og 1979 til að reyna að trufla hval­veiðar.

Geld Leipold, æðsti yf­ir­maður Grænfriðunga, verður með í för Rain­bow Warri­or til Íslands en tals­menn sam­tak­anna von­ast til þess að ná fundi Árna M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra á meðan þeir dvelj­ast hér á landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: