Mótmæltu rangfærslum í utanríkisráðuneytinu

Helgi Ágústs­son, sendi­herra í Washingt­on, og Guðni Braga­son sendi­full­trúi áttu í gær fund með emb­ætt­is­mönn­um banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins þar sem þeir komu á fram­færi mót­mæl­um vegna rang­færslna í frétta­til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins frá 7. ág­úst. Í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins var því haldið fram að Íslend­ing­ar hefðu ekki lagt fram niður­stöður vís­inda­veiða sem stundaðar voru árin 1986-89.

"Í dag [í gær] átt­um við fund með emb­ætt­is­mönn­um frá [banda­ríska] ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu þar sem komið var á fram­færi mót­mæl­um okk­ar vegna rangr­ar full­yrðing­ar í yf­ir­lýs­ingu banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um vís­inda­veiðarn­ar. Okk­ur þótti nauðsyn­legt að leiðrétta þess­ar full­yrðing­ar og var það meðtekið af ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu," seg­ir Guðni Braga­son, sendi­full­trúi í ís­lenska sendi­ráðinu í Washingt­on.

Sendi­ráðinu berst tölu­verður fjöldi tölvu­skeyta og sím­tala vegna vís­inda­veiðanna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: