Grænfriðungar boða komu Rainbow Warrior til Íslands: Varðskipin hafa tvívegis tekið skip Grænfriðunga

Rain­bow Warri­or, flagg­skip um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka Grænfriðunga, er vænt­an­legt til Íslands síðar í mánuðinum vegna hrefnu­veiða Íslend­inga í vís­inda­skyni. Grænfriðung­ar hafa nokkr­um sinn­um komið með skip sín hingað til lands í gegn­um árin og af ýmsu til­efni.

Flagg­skipið Rain­bow Warri­or, þó ekki hið sama og nú er á ferð, kom hingað til lands í jóm­frúr­ferð sinni árið 1978. Í júní 1979 kom skipið aft­ur og dvaldi með tutt­ugu manna áhöfn við höfn­ina í Reykja­vík. Eft­ir að skip­verj­ar höfðu reynt að hindra veiðar ís­lenskra hval­veiðiskipa krafðist Hval­ur hf. lög­banns á hindr­un­araðgerðir Grænfriðunga í ís­lenskri efna­hagslög­sögu. Fall­ist var á lög­bannið en þann 18. ág­úst hafði áhöfn Rain­bow Warri­or það bann að engu og hindraði Hval 7 í að skjóta tvo reyðar­hvali um 75 sjó­míl­ur suðvest­ur af Reykja­nesi. Grænfriðung­ar höfðu farið í gúmmíbát frá Rain­bow Warri­or og héldu sig á milli hval­anna og hval­báts­ins, svo ekki var hægt að skjóta hval­ina. Varðskipið Ægir var þá sent á staðinn.

Í fyrstu sinnti áhöfn breska skips­ins hvorki skip­un­um varðskips­ins um að stöðva eða draga gúmmíbát­inn til baka. En er áhöfn Rain­bow Warri­or sá að varðskipið mannaði bát, stöðvaði hún skip sitt og gúmmíbát­ur Grænfriðunga hvarf til skips síns. Varðskipið sendi þá fjóra menn um borð í Rain­bow Warri­or og lokuðu þeir loft­skeyta­stöð skips­ins. Það var síðan dregið til Reykja­vík­ur og hafði þá aðal­gúmmíbát­ur hvala­vernd­ar­manna verið tek­inn um borð í varðskipið.

Sex árum síðar var Rain­bow Warri­or sökkt í höfn­inni í Well­ingt­on í Nýja-Sjálandi af frönsku leyniþjón­ust­unni.

Grænfriðung­ar boðuðu komu sína aft­ur árið 1986, til að halda uppi mót­mæl­um gegn kjarn­orku­víg­búnaði, er leiðtoga­fund­ur stór­veld­anna var hald­inn í Reykja­vík. Skip Grænfriðunga, Sirius, kom hingað til lands 11. októ­ber, en var meinað að leita hafn­ar í Reykja­vík.

Í Morg­un­blaðinu 11. októ­ber 1986 er haft eft­ir Jóni Helga­syni, þáver­andi dóms­málaráðherra, að Grænfriðung­um hafi verið sagt að Íslend­ing­ar hefðu ekk­ert á móti komu þeirra, en sömu regl­ur giltu fyr­ir þá og aðra sem leituðu eft­ir plássi í Reykja­vík­ur­höfn á meðan á leiðtoga­fund­in­um stæði.

Dag­inn eft­ir lét Sirius úr höfn í Hafnar­f­irði og sigldi í átt til Reykja­vík­ur. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var um­svifa­laust send af stað til að fylgj­ast með ferðum skips­ins og þegar það reyndi að sigla inn fyr­ir hafn­ar­mörk stöðvuðu varðskip­in Týr og Óðinn för þess. Um borð í skip­inu voru 14 skip­verj­ar og mynda­töku­fólk frá Visnews-frétta­stof­unni. Ætlun Grænfriðunga var að sigla inn fyr­ir hafn­ar­mörk­in og festa borða á skipið þar sem á stæði: "Ver­öld­in krefst þess að samið verði um til­rauna­bann."

Varðskipið Týr sigldi upp að hlið Sirius­ar og struk­ust skip­in sam­an. Bóg­ur varðskips­ins Óðins var lagður að Siriusi og stukku 12 varðskips­menn um borð og tóku skipið. Óðinn og Sirus sigldu út í Stakks­fjörð og þar var skipið látið liggja þar til leiðtoga­fund­in­um lauk rúm­um sól­ar­hring síðar.

Árið 1990 komu Grænfriðung­ar til Íslands á skip­inu Solo til að kynna bar­áttu sam­tak­anna gegn los­un geisla­virks úr­gangs í sjó. Sam­skipti þeirra og Íslend­inga voru á friðsam­legu nót­un­um í það skipti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: