Njörður veiddi fyrstu hrefnuna

Búið er að veiða eina hrefnu við landið frá því að hrefnu­veiðiskip­in héldu út á miðin um helg­ina. Njörður KÓ veiddi fyrstu hrefn­una um fimm­leytið í dag, en bát­ur­inn er einn þriggja hrefnu­veiðibáta sem Haf­rann­sókna­stofn­un­in hef­ur gert samn­ing um að ann­ist töku dýr­anna. Guðmund­ur Har­alds­son skip­stjóri á Nirði sagði í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins að dýrið, sem væri lítið, væri komið um borð. Hann sagði að skip­verj­ar hefðu ekk­ert aðhafst fyrr en er­lend­ir frétta­menn, sem fylgdu skip­inu eft­ir, hættu eft­ir­för í morg­un.

"Af­líf­un dýrs­ins með hinum nýja sprengiskutli gekk hratt og vel fyr­ir sig. Krufn­ing og sýna­taka fer fram á hafi úti," seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un. Þá kem­ur fram að að mæl­ing­ar hafi verið gerðar og sýni tek­in til marg­vís­legra rann­sókna, enda sé mark­mið rann­sókn­anna mjög fjölþætt. "Auk at­hug­ana á magainni­haldi og orku­bú­skap sem tengj­ast meg­in mark­miði rann­sókn­anna, þ.e. fæðuvist­fræði hrefnu á Íslands­miðum, fór fram um­fang­mik­il sýna­taka vegna rann­sókna á viðkomu hrefnu, erfðafræði, sníkju­dýra- og meina­fræði, ásamt rann­sókn­um á magni líf­rænna og ólíf­rænna meng­un­ar­efna í ýms­um vefj­um hrefn­unn­ar."

Guðmund­ur á Nirði seg­ir að leiðin­legt veður sé á þeim slóðum sem skipið er nú statt og verði haldið til hafn­ar í Ólafs­vík í kvöld. Stefnt er að því að halda út í fyrra­málið. Sig­ur­björg, sem er eitt þeirra skipa sem eru á hrefnu­veiðum, hélt til Vest­manna­eyja í dag vegna veðurs og bil­un­ar en ætl­ar lík­lega út aft­ur í kvöld.

Hall­dór Sig­urðsson, sem er þriðja hrefnu­veiðiskipið, hef­ur ekki veitt hrefnu þar sem fréttamaður fylg­ir skip­inu eft­ir á Nökkva. Sverr­ir Hall­dórs­son leiðang­urs­stjóri á Hall­dóri Sig­urðssyni sagðist hafa orðið var við nokkr­ar hrefn­ur í dag en eng­in hrefna yrði veidd á meðan Nökkvi væri í ná­lægð við skipið.

Alls verða veidd­ar 38 hrefn­ur í ág­úst og sept­em­ber 2003 vítt og breitt um ís­lenska land­grunnið, en veiðinni er dreift í sam­ræmi við rann­sókna­áætl­un Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar. Talið er að um 43 þúsund hrefn­ur séu á ís­lenska land­grunn­inu og að þær éti á ári hverju í kring­um tvær millj­ón­ir tonn af fæðu á svæðinu, þar af ein millj­ón tonn af fisk­meti.

mbl.is