Njörður veiðir ekkert fyrir hvalaskoðunarbátum

Skipverji á Nirði horfir eftir hrefnu á miðum vestur af …
Skipverji á Nirði horfir eftir hrefnu á miðum vestur af landinu. AP

Lítið er um afla enn sem komið er á hval­veiðiskip­inu Nirði en að sögn Guðmund­ar Har­alds­son­ar skip­stjóra er hvala­skoðun­ar­bát­un­um Gesti og Eld­ingu II siglt svo nærri skip­inu að ókleift er að beita veiðitækj­um. „Við höf­um ekk­ert getað gert [...] það er einn hérna tíu metra frá mér núna,“ sagði Guðmund­ur og bætti því við að er­lend­ir fjöl­miðlar sýndu mál­inu mik­inn áhuga og frétta­menn nokk­urra er­lendra frétta­stofa væru um borð í hvala­skoðun­ar­bát­un­um.

„Þeir eru bún­ir að vera að snigl­ast í kring­um okk­ur og hafa elt okk­ur al­veg síðan við fór­um úr Kópa­vogi,“ sagði Guðmund­ur en ekki kvaðst hann hafa rætt við frétta­menn­ina síðan lagt var í haf. Tölu­vert er af hrefnu á miðunum, að sögn Guðmund­ar. „Við vor­um að sjá hérna tals­vert af hrefnu en þeir voru bara komn­ir ofan í okk­ur um leið og við fór­um eitt­hvað að snú­ast þannig að við gerðum ekki neitt. Það er lagt fyr­ir okk­ur að skjóta ekki með þá hérna í kring­um okk­ur.“

mbl.is
mbl.is