Engin hrefna veiðst í morgun

Hrefnubáturinn Njörður svipast um eftir bráð á Faxaflóa.
Hrefnubáturinn Njörður svipast um eftir bráð á Faxaflóa. AP

Eng­in hrefna hef­ur veiðst í morg­un. Hval­veiðiskipið Hall­dór Sig­urðsson er að veiðum og seg­ir Sverr­ir Hall­dórs­son leiðang­urs­stjóri að skil­yrði séu ágæt en þó hafi lítið sést til hrefn­unn­ar. Bát­ur­inn var við veiðar fram á kvöld í gær, lá kyrr í nótt og svo var haf­ist handa við leit­ina á ný í morg­un. Drop­laug Ólafs­dótt­ir, leiðang­urs­stjóri hval­veiðiskips­ins Njarðar, vildi ekki gefa upp hvort skipið væri á sjó eða við land.

Sverr­ir seg­ir eng­ar aðgerðir í gangi akkúrat núna held­ur sé verið að leita. Drop­laug seg­ir að Njörður hafi komið í land í gær­kvöldi og að ekk­ert sé í raun­inni að frétta. Hún seg­ir skil­yrði til veiða ágæt. Hún vildi ekki gefa uppi hvort áhöfn­in væri í landi eða á sjó. „Það er búið að skrifa þessa frétt svo margoft. Við höf­um ekki getað sinnt okk­ar starfi vegna sím­hring­inga og fjöl­miðlafólks. Þetta er orðinn hálf­gerður skrípaleik­ur. Við ætl­um að fá að vinna vinn­una okk­ar í friði og ég hugsa að fólk hafi al­veg fengið sig fullsatt af öll­um frétt­un­um í gær,“ seg­ir Drop­laug.

mbl.is