Hrefnuveiðiskipið Halldór Sigurðsson ÍS veiddi hrefnu norður af landinu í morgun og verður gert að henni á hafi úti, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Fram kom í hádegisfréttum RÚV að hrefnan væri níu metra langur tarfur. Ennfremur að Halldór væri innan um hrefnur og hyggðist skjóta fleiri dýr áður en til hafnar yrði snúið.