Hrefnukjöt selt hjá Hagkaupum

Fyrsta hrefnu­kjötið, sem fell­ur til vegna vís­inda­veiða Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar, kem­ur í versl­an­ir Hag­kaupa í fyrra­málið, fimmtu­dag. Verða þá rúm­lega 500 kíló seld í kjöt­borðum allra sjö versl­ana fyr­ir­tæk­is­ins.

Í versl­un Hag­kaupa í Skeif­unni munu tveir kokk­ar mat­reiða hrefnu­kjöt og stend­ur viðskipta­vin­um til boða að smakka bæði hrefnu­steik og hráa hrefnu á jap­anska vísu með sojasósu og wasa­bi.

mbl.is