Fyrsta hrefnukjötið, sem fellur til vegna vísindaveiða Hafrannsóknarstofnunarinnar, kemur í verslanir Hagkaupa í fyrramálið, fimmtudag. Verða þá rúmlega 500 kíló seld í kjötborðum allra sjö verslana fyrirtækisins.
Í verslun Hagkaupa í Skeifunni munu tveir kokkar matreiða hrefnukjöt og stendur viðskiptavinum til boða að smakka bæði hrefnusteik og hráa hrefnu á japanska vísu með sojasósu og wasabi.