Mótmæli við hvalveiðunum berast til Lundúna og Berlínar

AP

„Við höf­um verið að fá ansi mikið af tölvu­pósti," seg­ir Ólaf­ur Sig­urðsson, sendi­full­trúi í ís­lenska sendi­ráðinu í Lund­ún­um, en í tölvu­póst­in­um sem hann vís­ar til er verið að mót­mæla hval­veiðum Íslend­inga.

Guðni Braga­son, sendi­full­trúi í Washingt­on, sagði tölvu­skeyti halda áfram að ber­ast sendi­ráðinu en ekki hafi komið til neinna mót­mæla í Washingt­on í gær þótt slíku hefði áður verið "hótað" í .

Ólaf­ur Sig­urðsson seg­ir að stærsti hluti tölvu­pósts­ins sem borist hafi um helg­ina og síðustu daga sé staðlaður texti sem feng­inn sé af heimasíðu um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Green­peace. Text­inn sé stílaður á sendi­herra Íslands í Washingt­on, Helga Ágústs­son, og sé skeytið fyrst og fremst sent til sendi­ráðsins í Washingt­on en af­rit af því sent til ís­lenska sendi­ráðsins í Lund­ún­um og ís­lenska sendi­ráðsins í Berlín. Sendi­ráðið í London leit­ast þó við að svara þeim skeyt­um sem ein­göngu séu send þangað.

"Send­ing­um til okk­ar hef­ur farið fjölg­andi en þær eru þó ekki það mikl­ar að við ráðum ekki við þær með góðu móti."

Í mót­mæla­skeyt­inu, sem upp­haf­lega kem­ur frá Green­peace-sam­tök­un­um, seg­ir m.a. að und­ir­ritaður sé hneykslaður á þeirri skamm­sýnu og óheiðarlegu ákvörðun Íslend­inga að hefja hvaleiðar und­ir því yf­ir­skini að verið sé að safna vís­inda­leg­um gögn­um. "Þúsund­ir vís­inda­manna rann­saka hvali um all­an heim án þess að drepa þá. Að kalla þetta vís­inda­veiðar er mis­notk­un á hug­tak­inu vís­indi - raun­veru­leg ástæða aðgerðanna er að afla hval­kjöts og ryðja braut­ina fyr­ir frek­ari veiðum." Því er beint til sendi­herr­ans að hann komi mót­mæl­un­um áleiðis til ís­lenskra stjórn­valda, en í lok text­ans er farið fram á að Íslend­ing­ar hætti nú þegar öll­um hval­veiðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: