Forsetinn spurður út í hvalveiðarnar

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, var spurður út í hval­veiðar Íslend­inga á blaðamanna­fundi, sem hald­inn var í kjöl­far ráðstefnu IASCP um mál­efni norður­slóða í Alaska fyrr í vik­unni. Op­in­berri heim­sókn for­set­ans til Alaska lauk á miðviku­dag.

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir að ein­ung­is einn fréttamaður hafi spurt um hval­veiðarn­ar og hvort Íslend­ing­ar væru ekki að veiða í viðskipta­skyni. Hann seg­ir að hann hafi svarað því til að veiðarn­ar væru ein­göngu vís­inda­leg­ar og út­skýrt mik­il­vægi þeirra fyr­ir Íslend­inga.

Að sögn Ólafs Ragn­ars hafa Ala­ska­menn sýnt hval­veiðum Íslend­inga mik­inn áhuga, enda er hval­ur­inn rík­ur þátt­ur í þeirra líf­ríki. Þá seg­ir hann að fjöl­miðlar hafi fjallað tölu­vert um veiðarn­ar.

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ist ekki hafa orðið var við gagn­rýni Ala­ska­manna á hval­veiðarn­ar í heim­sókn sinni, hvorki op­in­ber­lega né í þeim einka­sam­töl­um sem hann átti. Það hafi ein­ung­is verið þessi eina spurn­ing á blaðamanna­fund­in­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: