Hópar afbóka ferðir til landsins vegna hvalveiðanna

Cli­ve Stacy, sem sér um ferðir þúsunda Breta hingað til lands með ferðaskrif­stof­unni Arctic Experience í Bretlandi, seg­ir hrefnu­veiðar vera áfall fyr­ir ferðaþjón­ust­una. "Við höf­um séð um ferðir til Íslands í 18 ár, og við erum stærsta ferðaskrif­stof­an í Bretlandi með Íslands­ferðir. Í ár koma tæp­lega átta þúsund manns til lands­ins á okk­ar veg­um. Nýhafn­ar hval­veiðar hafa strax áhrif á starf okk­ar, fólk hring­ir og afp­ant­ar ferðir. Á því leik­ur eng­inn vafi að hval­veiðarn­ar hafa nei­kvæð áhrif á ferðaþjón­ust­una. Meiri­hluti Breta er á móti hval­veiðum, og mörg ár tek­ur að laga skaðann, sem unn­inn hef­ur verið á ímynd Íslands."

Að sögn Stacy mun fyr­ir­tæki hans nú þurfa að fá staðfest hjá öll­um sam­starfsaðilum hér á landi að fyr­ir­tæki þeirra séu á móti hval­veiðum. "Ef þau und­ir­rita ekki yf­ir­lýs­ing­una mun­um við ekki halda sam­starfi við þau áfram. Það er eina leiðin fyr­ir okk­ur til þess að geta full­yrt við okk­ar viðskipta­vini, að með ferð til Íslands séu þeir ekki að styðja hval­veiðar," sagði Stacy.

Hóp­ar af­bóka ferðir hingað til lands

Borið hefur á afbókunum erlendra hópa á ferðum til landsins. Knútur Óskarsson, sem rekur ferðaskrifstofuna Destination Iceland, segir að 18 manna hópur ljósmyndara og fyrirsætna frá Bandaríkjunum hafi hætt við myndatöku hér á landi. "Ætlunin var að taka tískuljósmyndir hér á landi, sem og forsíðumyndir, til dæmis við Jökulsárlón. Þau ætluðu að vera hér í tíu daga, og efnið átti að birtast í stórum tímaritum bæði á austur- og vesturströndinni," sagði Knútur í samtali við Morgunblaðið.

"Við átt­um von á hópn­um nú í byrj­un sept­em­ber, en nú feng­um við tölvu­póst frá for­svars­mönn­um út­gáf­unn­ar, sem af­lýsa komu hóps­ins. Ástæðan er sögð vera hval­veiðar Íslend­inga. Útgáf­an sé um­hverf­is­sinnuð, og vilji ekki kynna fyr­ir les­end­um sín­um staði sem styðji hval­veiðar."

"Hval­veiðarn­ar skaða ekki ein­ung­is ferðaþjón­ust­una sjálfa, held­ur einnig ímynd lands­ins og tæki­færi til um­fjöll­un­ar á er­lend­um vett­vangi. Ég vil hins veg­ar ít­reka að málið snýst ekki aðeins um hvort við meg­um veiða hval eða ekki, held­ur um viðskipta­hags­muni ferðaþjón­ust­unn­ar," seg­ir Knút­ur.

Aðeins byrj­un­in

Sigrún Sigmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá innanlandsdeild Ferðaskrifstofu Íslands, tekur í sama streng. "Hjá okkur hefur einn hópur frá Frakklandi þegar afbókað ferð sína til landsins vegna hvalveiða. Við höfum trú á að það sé aðeins byrjunin."
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: