Formaður Ferðamálaráðs: ummæli breska ráðherrans ósvífin

Hvaleiðar við Ísland. Hrefnuveiðibáturinn Njörður KÓ hífir hrefnu um borð.
Hvaleiðar við Ísland. Hrefnuveiðibáturinn Njörður KÓ hífir hrefnu um borð. AP

„Mér finnst með ólík­ind­um og ekki sæma ráðherra í Bretlandi að láta slíkt úr úr sér," seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, alþing­ismaður og formaður Ferðamálaráðs Íslands, um um­mæli Bens Brads­haws, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Bret­lands, en hann hef­ur lýst yfir stuðningi við það að al­menn­ing­ur í Bretlandi sniðgangi ís­lenskt fisk­meti og sneiði hjá ferðalög­um til Íslands í mót­mæla­skyni við vís­inda­veiðar á hrefnu.

„Hér um að ræða full­valda þjóð, sem bygg­ir af­komu sína á sjáv­ar­út­vegi, sem kýs að hefja rann­sókn­ir á eig­in hafsvæði. Þess­ar rann­sókn­ir fela í sér að við þurf­um að fella 38 hrefn­ur úr stofni sem tel­ur að minnsta kosti 43 þúsund dýr. Veiðarn­ar eru for­send­an fyr­ir því að geta fylgst með líf­ríki hafs­ins. Að ráðherra í öðru ríki bregðist við með þess­um hætti er ótrú­legt, ósvífið og að mínu mati hrein af­skipti af máli sem eru inn­an­rík­is­mál Íslend­inga," seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

Hann seg­ir að það mætti líkja um­mæl­um breska ráðherr­ans við það ef Íslend­ing­um mis­líkaði eitt­hvað í fari breskra stjórn­valda og færu að beita hót­un­um um viðskipta­leg­ar þving­an­ir. „Þetta er ótrú­legt mál," sagði Ein­ar og taldi það í raun vera vanda­mál sem snéri að bresku rík­is­stjórn­inni.

Spurður hvort hann ótt­ist af­leiðing­ar um­mæla Brads­haws sagði Ein­ar að þau væru frek­ar til skaða, en þau væru engu að síður al­gjör­lega úr sam­hengi við allt. „Það hvarfl­ar ekki að mér að þau hafi í raun áhrif. Ég taldi sjálf­ur að viðbrögð við ákvörðun okk­ar um að hefja vís­inda­veiðar yrðu jafn­vel meiri en þau hafa orðið. Mér sýn­ist af þeim frétt­um sem hafa borist að þessi viðbrögð séu frek­ar ein­stök held­ur en al­menn."

Ein­ar sagði að sér sýnd­ist á viðræðum sín­um við er­lenda stjórn­mála­menn að hval­veiðar væru ekki það mál sem risti hvað dýpst í þjóðarsál­um ná­granna­ríkj­anna. „Ég hef því ekki trú á því að þessi eðli­lega ákvörðun Íslend­inga hafi nein merkj­an­leg áhrif á ferðaþjón­ustu til lengri tíma, en hafi ein­hver áhrif til skamms tíma."

Breski ráðherr­ann sagði að al­menn­ing­ur í Bretlandi gæti látið skoðun sína í ljós svo að und­an svíði með því að kaupa ekki ís­lensk­ar vör­ur og heim­sækja ekki Ísland til hvala­skoðun­ar­ferða, en hann sagði að það væri at­vinnu­starf­semi sem aflað hefði meiri tekna en hvala­dráp gætu nokk­urn tíma gert, að því er fram kom í dag­blaðinu In­depend­ent. Blaðið seg­ir að um­mæli ráðherr­ans muni verka sem víta­mínsprauta á bar­áttu um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka sem hvetji neyt­end­ur til að „hugsa sig um tvisvar" áður en þeir kaupi ís­lensk­ar vör­ur.

mbl.is