Mikil aðsókn í hvalaskoðun

Hvala­skoðun hef­ur verið í mikl­um blóma á Skjálf­anda í sum­ar en á Húsa­vík eru starf­rækt tvö hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæki; Hvala­ferðir og Norður­sigl­ing. Börk­ur Em­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Hvala­ferða, og Hörður Sig­ur­björns­son, fram­kvæmda­stjóri Norður­sigl­ing­ar, hafa báðir orðið var­ir við aukna aðsókn í hvala­ferðir en það má gera ráð fyr­ir að á þriðja tug þúsunda manna fari í hvala­skoðun­ar­ferðir frá Húsa­vík á hverju sumri. Að sögn þeirra eru það mest­megn­is út­lend­ing­ar sem sækja í slík­ar ferðir og þó virðast vin­sæld­ir hvala­skoðunar vera að aukast meðal Íslend­inga.

Börk­ur seg­ir lík­legt að í lok sum­ars hafi Hvala­ferðir farið með í kring­um 5000 manns í hvala­skoðun en það er einu þúsundi meira en í fyrra. "Það hef­ur því gengið mjög vel. Við byrjuðum 15. maí og verðum fram til 10. sept­em­ber. Við erum með fjór­ar ferðir á dag í ein­um göml­um eik­ar­báti sem tek­ur 43 farþega."

Að sögn Harðar hef­ur verið tals­vert meiri aðsókn í hvala­skoðun­ar­ferðir en í fyrra og þá sér­stak­lega þegar leið á sum­arið. Norður­sigl­ing er með fjór­ar brott­far­ir á dag mest allt sum­arið en þó aðeins þrjár eft­ir að skyggja tek­ur. "Það fer bara eft­ir aðsókn hversu marga farþega við tök­um en við erum með fjög­ur skip og get­um tekið upp í 220 farþega. Í fyrra voru það 22.000 manns sem sigldu með okk­ur yfir sum­arið. Það er hins veg­ar minna af hvöl­um en í fyrra. Við ger­um aðallega út á hrefn­ur og þær hafa verið færri," seg­ir Hörður.

Þótt Húsa­vík sé einn vin­sæl­asti hvala­skoðun­arstaður á land­inu er hægt að kom­ast í hvala­skoðun­ar­ferðir frá fleiri stöðum, s.s. frá Reykja­vík, Hafnar­f­irði, Reykja­nes­bæ, Dal­vík og Ólafs­vík.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: