Hafró DNA-greinir norskt hrefnukjöt

Hrefna hífð inn fyrir borðstokkinn á Nirði KÓ undan Vesturlandi …
Hrefna hífð inn fyrir borðstokkinn á Nirði KÓ undan Vesturlandi .

Samið hef­ur verið um að Haf­rann­sókna­stofn­un­in sjái um DNA-grein­ingu á norskri hrefnu fyr­ir norsku fiski­stof­una. Um er að ræða ein­stak­lings­grein­ingu sem hægt er að nota til þess að staðfesta að hrefn­an hafi til­heyrt ákveðnum stofni og sé ör­ugg­lega norsk að upp­runa.

Mun Haf­rann­sókna­stofn­un­in sjá um grein­ingu á öll­um veidd­um hrefn­um í Nor­egi, að því er fram kem­ur á vef­setr­inu skip.is. Upp­lýs­ing­ar um veidd­ar hrefn­ur verða sett­ar inn í gagna­grunn sem starf­rækt­ur hef­ur verið frá ár­inu 2001 og með DNA-grein­ing­unni verður hægt að segja til um það hvort um­rætt dýr er af kvóta Norðmanna eða hvort það komi ann­ars staðar frá.

Með þess­um upp­runa­vott­orðum er von­ast til að hægt verði að greiða fyr­ir sölu á hrefnu­kjöti til Jap­ans. Sömu­leiðis er von­ast til þess að hægt verði að safna gögn­um sem muni auðvelda mönn­um að leggja mat á stærð hrefnu­stofns­ins við Nor­eg.

skip.is

mbl.is