Um hádegið í dag veiddi Sigurbjörg BA 7,7 m langa hrefnu og hafa því alls veiðst 12 hrefnur samkvæmt rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunarinnar. Var þetta fimmta hrefnan sem Sigurbjörg nær, Halldór Sigurðsson ÍS hefur fengið fjórar og Njörður KÓ þrjár.