Njörður KO veiddi í gær elleftu hrefnuna af þeim þrjátíu og átta sem heimilt er að veiða í vísindaskyni á þessu ári. Áhöfnin á Nirði KO hefur veitt þrjár hrefnur það sem af er. Áhafnir á Halldóri Sigurðssyni ÍS og Sigurbjörgu BA hafa hvor um sig veitt fjögur dýr.