Grænfriðungar áforma mótmæli í höfnum við Ísland

Hrefnan verkuð í hvalveiðibátnum Nirði.
Hrefnan verkuð í hvalveiðibátnum Nirði. AP

Fé­lags­menn um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Green­peace eru vænt­an­leg­ir til lands­ins í næstu viku til þess að mót­mæla vís­inda­veiðum Íslend­inga á hrefnu. Sam­tök­in segja að skip þeirra, Rain­bow Warri­or, haldi í nokkr­ar hafn­ir við landið þar sem veiðunum verður mót­mælt. Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, seg­ist gera sér von­ir um að fé­lags­menn nái að sann­færa Íslend­inga um að hætta veiðum.

"Von­andi tekst okk­ur að efla sjálfs­traust nægi­legra margra til þess að mót­mæla veiðum," seg­ir enn­frem­ur í yf­ir­lýs­ingu Gerd Leipold, sem sit­ur í fram­kvæmda­stjórn Grænfriðunga. "Það verður að senda ís­lensk­um stjórn­völd­um skýr skila­boð, skila­boð á heimsvísu og einnig skila­boð frá Íslend­ing­um um að slík­ar veiðar eigi ekki að líðast," seg­ir Leipold.

"Hval­veiðar eru hluti af fortíð Íslend­inga og ættu að vera það áfram... Hvala­skoðun er miklu arðbær­ari at­vinnu­veg­ur held­ur en hval­veiðar og þeir ættu því að gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til þess að vernda hvali í höf­um," seg­ir Lei­opold.

mbl.is