Halldór Sigurðsson nær 13. hrefnunni

Hall­dór Sig­urðsson ÍS veiddi í gær­kvöldi 13. hrefn­una sem veiðist á vís­inda­veiðum Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar. Var hún 7,4 metra löng. Er þetta fimmta hrefn­an sem Hall­dór Sig­urðsson nær en Sig­ur­björg BA hef­ur sömu­leiðis unnið fimm dýr og Njörður KÓ þrjár.

mbl.is