Halldór Sigurðsson ÍS veiddi í gærkvöldi 13. hrefnuna sem veiðist á vísindaveiðum Hafrannsóknarstofnunarinnar. Var hún 7,4 metra löng. Er þetta fimmta hrefnan sem Halldór Sigurðsson nær en Sigurbjörg BA hefur sömuleiðis unnið fimm dýr og Njörður KÓ þrjár.