"Sláturhús hvalanna"

"Sjór­inn verður rauður á lit­inn, slátr­ar­inn bros­ir. Hjarta hvals­ins í blóðugri hendi hans er enn volgt, stolt­ur lyft­ir hann því fyr­ir fram­an mynda­vél­arn­ar," seg­ir í frétt á heimasíðu hins víðlesna blaðs Bild í Þýskalandi af hrefnu­veiðum Íslend­inga en fyr­ir­sögn grein­ar­inn­ar er "Schlacht­hof der Wale" eða slát­ur­hús hval­anna.

Láta öll mót­mæli og samn­inga sem vind um eyru þjóta

"Þeir eru aftur farnir af stað. Mótmæli víðs vegar um heiminn - alveg sama, hafa engin áhrif. Ríkisstjórn Íslands hefur leyft að skjóta 38 hrefnur. Samt hafa hvalveiðar verið bannaðar frá árinu 1986 um allan heim. Ískaldir nýta Íslendingar sér einu smuguna á alþjóðlegu samkomulagi um bann við hvalveiðum. "Veiðarnar eru í vísindaskyni. Við viljum rannsaka hversu marga fiska hvalirnir við Ísland éta," segja þeir til málamynda.

En til slíkra "rann­sókna" duga al­veg þeir hval­ir sem rek­ur dauða upp að strönd­un­um! Þrett­án af stærstu hvala­teg­und­um heims eru í út­rým­ing­ar­hættu. Íslend­ing­ar hafa eng­an áhuga á því."

Þrjár mynd­ir fylgja frétt Bild, ein þar sem verið er að draga hrefnu um borð í Njörð en í mynda­text­an­um seg­ir að "blóðið streymi úr kjafti hins deyj­andi hvals, sjór­inn lit­ast dökkrauður". Önnur mynd­in sýn­ir niður­skorna hrefnu í kari, "Þess­ar ógeðslegu veiðar á hvöl­un­um munu standa út all­an sept­em­ber," stend­ur und­ir henni en þriðja mynd­in er af hníf­um hrefnu­veiðimann­anna sem skorðaðir eru við borðstokk­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: