"Sjórinn verður rauður á litinn, slátrarinn brosir. Hjarta hvalsins í blóðugri hendi hans er enn volgt, stoltur lyftir hann því fyrir framan myndavélarnar," segir í frétt á heimasíðu hins víðlesna blaðs Bild í Þýskalandi af hrefnuveiðum Íslendinga en fyrirsögn greinarinnar er "Schlachthof der Wale" eða sláturhús hvalanna.
En til slíkra "rannsókna" duga alveg þeir hvalir sem rekur dauða upp að ströndunum! Þrettán af stærstu hvalategundum heims eru í útrýmingarhættu. Íslendingar hafa engan áhuga á því."
Þrjár myndir fylgja frétt Bild, ein þar sem verið er að draga hrefnu um borð í Njörð en í myndatextanum segir að "blóðið streymi úr kjafti hins deyjandi hvals, sjórinn litast dökkrauður". Önnur myndin sýnir niðurskorna hrefnu í kari, "Þessar ógeðslegu veiðar á hvölunum munu standa út allan september," stendur undir henni en þriðja myndin er af hnífum hrefnuveiðimannanna sem skorðaðir eru við borðstokkinn.