Rainbow Warrior, flaggskip umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, verður ekki væntanlegt til hafnar í Reykjavík fyrr en í fyrramálið, en það var komið inn í Faxaflóa í morgun. Það liggur nú í ytri höfninni í Keflavík. Erika Augustinsson, talsmaður Grænfriðunga hér á landi, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins, að samtökin ætli að halda blaðamannafund í skipinu á föstudagsmorgun og verði líklega yfir helgi í Reykjavík.
Í framhaldi verður siglt um landið og byggðarlög heimsótt þar sem málstaður samtakanna gegn hvalveiðum verður kynntur.
Ekki liggur fyrir hvenær skipið heldur frá landinu. Erika sagði að slíkt færi eftir því hver viðbrögð landsmanna yrðu við heimsókninni og hvernig tækist að koma málflutningi Grænfriðunga á framfæri hér á landi.