Grænfriðungar hyggjast heimsækja byggðarlög og kynna málstað sinn

Rainbow Warrior tilkynnti sig til Landhelgisgæslunnar klukkan fimm í morgun.
Rainbow Warrior tilkynnti sig til Landhelgisgæslunnar klukkan fimm í morgun.

Rain­bow Warri­or, flagg­skip um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Green­peace, verður ekki vænt­an­legt til hafn­ar í Reykja­vík fyrr en í fyrra­málið, en það var komið inn í Faxa­flóa í morg­un. Það ligg­ur nú í ytri höfn­inni í Kefla­vík. Erika August­ins­son, talsmaður Grænfriðunga hér á landi, sagði í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins, að sam­tök­in ætli að halda blaðamanna­fund í skip­inu á föstu­dags­morg­un og verði lík­lega yfir helgi í Reykja­vík.

Í fram­haldi verður siglt um landið og byggðarlög heim­sótt þar sem málstaður sam­tak­anna gegn hval­veiðum verður kynnt­ur.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær skipið held­ur frá land­inu. Erika sagði að slíkt færi eft­ir því hver viðbrögð lands­manna yrðu við heim­sókn­inni og hvernig tæk­ist að koma mál­flutn­ingi Grænfriðunga á fram­færi hér á landi.

mbl.is