Rainbow Warrior komið inn í Faxaflóa

Rainbow Warrior lónar hér í Garðsjó í morgun.
Rainbow Warrior lónar hér í Garðsjó í morgun. mbl.is/Landhelgisgæslan.

Rain­bow Warri­or, flagg­skip um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Green­peace, er komið inn á Faxa­flóa, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni. Skipið mun hins veg­ar ekki koma til hafn­ar í Reykja­vík fyrr en um há­degið á morg­un, fimmtu­dag. Full­trú­ar Green­peace koma hingað til lands til að mót­mæla vís­inda­veiðum Íslend­inga á hrefnu. Þeir hyggj­ast halda blaðamanna­fund um borð í skip­inu á föstu­dag og sigla með blaðamenn um Faxa­fló­ann. Þá er áætlað að skipið fari hring­ferð um landið til að kynna málstað sam­tak­anna.

Rain­bow Warri­or til­kynnti sig til Land­helg­is­gæsl­unn­ar klukk­an fimm í morg­un og ligg­ur nú við Vog­astapa í Stakks­firði. Skipið mun fara um­hverf­is landið eft­ir viðdvöl­ina í Reykja­vík. Skipið mun koma við á Ísaf­irði, Ak­ur­eyri, Húsa­vík, Seyðis­firði og Höfn í Hornafirði.

Frode Pleym, talsmaður Green­peace í Osló, sagði við Morg­un­blaðið á dög­un­um að mark­mið heim­sókn­ar­inn­ar væri að kynna sér viðhorf Íslend­inga og koma á fram­færi mót­mæl­um við hrefnu­veiðum. Ekki væri ætl­un­in að standa fyr­ir sér­stök­um mót­mælaaðgerðum.

„Við höf­um breytt okk­ar starfs­hátt­um frá þeim tíma þegar sam­tök­in reyndu að koma í veg fyr­ir hval­veiðar Íslend­inga á sín­um tíma. Eng­in áform eru uppi nú um aðgerðir á sjó held­ur ætl­um við fyrst og fremst að kynna okk­ur skoðanir Íslend­inga, jafnt al­menn­ings sem yf­ir­valda. Þegar við kom­um verður skipið opið hverj­um þeim sem vill koma um borð og kynna sér okk­ar sjón­ar­mið," seg­ir Pleym og von­ast til að Grænfriðung­ar nái fundi með Árna M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og ýms­um stofn­un­um og sam­tök­um hér á landi, m.a. Hvala­skoðun­ar­sam­tök­um Íslands.

mbl.is