Gæti þýtt samdrátt varnarliðs

Þörfin fyrir bandarískt herlið í Írak og á öðrum vígstöðvum í stríðinu gegn hryðjuverkum mun líklega hafa í för með sér að draga þurfi úr herafla Bandaríkjamanna annars staðar og gætu Bosnía, Kósovó, Sínaí-skagi og Ísland verið þar á meðal, að því er bandaríska dagblaðið Free Lance-Star í Fredericksburg í Virginíu hefur eftir Richard B. Myers, yfirmanni bandaríska herráðsins.

Myers sagði að á tuttugustu öldinni hefði verið skynsamlegt að verulegur fjöldi hermanna væri í kaldastríðsherstöðvum á borð við stöðina á Íslandi, en væri það ef til vill ekki á tuttugustu og fyrstu öldinni "í ljósi nýrrar stöðu í öryggismálum" og álagsins á bandarískan herafla vegna verunnar í Afganistan og Írak.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: