Ályktun gegn hrefnuveiðum Íslendinga lögð fram í breska þinginu

Skimað eftir hrefnu undan vesturströnd landsins.
Skimað eftir hrefnu undan vesturströnd landsins. AP

Lögð hef­ur verið fram í breska þing­inu álykt­un­ar­til­laga þar sem lýst er áhyggj­um yfir því að Íslend­ing­ar skuli hafa byrjað hval­veiðar á ný og vís­inda­veiðar þeirra á hrefnu for­dæmd­ar.

Aðal­flutn­ings­maður álykt­un­ar­inn­ar er Rob Marris, þingmaður Verka­manna­flokks­ins í suðvest­ur­kjör­dæmi Wol­ver­hampt­on. Ásamt hon­um bera hana upp 10 sam­flokks­menn hans úr Verka­manna­flokkn­um, þrír þing­menn Frjáls­lyndra demó­krata og einn þingmaður Íhalds­flokks­ins.

Í til­lög­unni er jafn­framt lýst áhyggj­um yfir til­lög­um Íslend­inga, eins og þar seg­ir, um að drepa 500 sand­reyðar, langreyðar og hrefn­ur á næstu tveim­ur árum. Vikið er að því að bæði á Íslandi og Bretlandi sé hvala­skoðun ábata­söm at­vinnu­grein og fagnað er harðri and­stöðu Breta við hval­veiðar í at­vinnu­skyni og stuðningi við bann við hval­veiðum í at­vinnu­skyni.

Auk Marris flytja 10 sam­flokks­menn til­lög­una en þeir eru: Syd Rap­son þingmaður kjör­dæm­is­ins Ports­mouth suður, Jeremy Cor­byn frá Isl­ingt­on norður, Joan Humble frá Blackpool norður og Fleetwood, Keith Bra­dley frá Manchester Wit­hingt­on, Mark Laz­arowicz frá Ed­in­borg norður og Leith, Kevin McNa­m­ara frá King­st­on upon Hull norður, Alice Mahon frá Halifax, Al­bert Owen frá Ynos Mon, Harry Barnes, þingmaður norðaust­ur Der­by­skír­is og Tony Banks frá West Ham.

Þing­menn­irn­ir þrír úr Frjáls­lynda demó­krata­flokkn­um sem und­ir hana skrifa eru Adri­an Sand­ers frá kjör­dæm­inu Tor­bay, Bob Rus­sell frá Colchester og Mike Hancock frá Ports­mouth South.

Eini Íhalds­flokksþingmaður­inn sem á aðild að þings­álykt­un­inni er Peter Bottomley þingmaður Wort­hing vest­ur.

mbl.is