Hrefnuveiðibátur að veiðum á hvalaskoðunarsvæði

Hrefna hífð um borð á Nirði KÓ undan Vesturlandi 24. …
Hrefna hífð um borð á Nirði KÓ undan Vesturlandi 24. ágúst sl.

Í morg­un kom mb. Gest­ur að hrefnu­veiðibátn­um Nirði KÓ þar sem verið var að draga ný­skutlaða hrefnu um borð á Faxa­flóa. Að sögn Ásbjörns Björg­vins­son­ar, for­manns Hvalasloðun­ar­sam­taka Íslands er þetta á svæði þar sem hvala­skoðun­ar­bát­ar sigla um með ferðamenn. en þetta væri utan þess svæðis sem Hafró teldi hefðbund­in skoðun­ar­svæði. Gísli Vík­ings­son, sem stjórn­ar hval­a­rann­sókn­um Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar seg­ir hins veg­ar að bát­ur­inn hafi verið utan þess svæðis sem Hafró teldi hefðbund­in hvala­skoðun­ar­svæði.

Áhöfn­in á Gesti tók hnit­in, 64,13 N og 22,39 V, sem að sögn Ásbjörns er klár­lega inni á hvala­skoðun­ar­svæði. Áhöfn­in á Gesti hafði þegar sam­band við hvala­skoðun­ar­bát­inn Hafsúl­una sem átti um mílu eft­ir að staðnum með sex­tán full­trúa frá er­lend­um ferðaskrif­stof­um sem voru í kynn­ing­ar­ferð, en þeir eru hér í tengsl­um við VestN­or­d­en ráðstefn­una í Fær­eyj­um. Hafsúl­unni var þegar snúið frá, að sögn Ásbjörns, sem seg­ir að þessi uppá­koma sé fyr­ir neðan all­ar hell­ur.

„Þetta er klár­lega á því svæði sem hvala­skoðun­ar­bát­arn­ir hafa verið að sigla með farþega og þess vegna brýt­ur þetta öll lof­orð sem var búið að gefa okk­ur. Þá var tekið fram að ákveðið svæði yrði virt þar sem hrefn­urn­ar fengju að vera í friði og reynd­ar var sagt fyrst að hrefnu­veiðibát­arn­ir myndu halda tíu mílna radíus í hvala­skoðun­ar­svæðin.“

Að sögn Ásbjörns reyndi áhöfn Njarðar að veiða á hvala­skoðun­ar­svæði í Faxa­flóa fyrr í mánuðinum og þá var málið tekið fyr­ir á vinnufundi í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu og því lofað að slíkt at­vik myndi ekki koma fyr­ir aft­ur.

„Þannig að það er þungt hljóðið í okk­ur hvala­skoðun­ar­mönn­um,“ seg­ir Ásbjörn. „Þetta er fyr­ir neðan all­ar hell­ur og sann­ar að hvala­skoðun og -veiðar geta ekki farið sam­an.“

„Vel utan hvala­skoðun­ar­svæða“

Að sögn Gísla Vík­ings­son­ar hjá Haf­rann­sókna­stofn­un­inni staðfesti leiðang­urs­stjóri Hafró um borði í Nirði KÓ að staðsetn­ing­in stæðist en þetta væri utan þess svæðis sem Hafró teldi hefðbund­in skoðun­ar­svæði.

„Málið er að það eru eng­ar ákveðnar lín­ur sem eitt­hvert sam­komu­lag er um,“ seg­ir Gísli, „þannig að þetta er spurn­ing um skil­grein­ingu, hvort taka eigi ystu punkta sem hvala­skoðun­ar­bát­arn­ir hafa farið á. Við miðum meira við svæði þar sem bát­arn­ir eru í reglu­leg­um ferðum og þetta er vel utan þess.“

Að sögn Gísla er þetta spurn­ing um skil­grein­ingu á svæðinu. „Það var aldrei neitt form­legt sam­komu­lag un nein­ar slík­ar lín­ur,“ seg­ir hann, „það kom til tals en við töld­um það ekki vera í okk­ar valdi fyr­ir þessa tíma­bundnu rann­sókn að setja slík­ur lín­ur sem hefðu seinna e.t.v. for­dæm­is­gildi þegar og ef hefðbundn­ar veiðar hefjast.“

mbl.is