24 hrefnur af 38 komnar á land

Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS.
Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS. AP

Alls hafa 24 hrefn­ur verið veidd­ar sam­kvæmt áætl­un Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar um vís­inda­veiðar. Tak­markið er að veiða 38 dýr og seg­ir Sunna Viðars­dótt­ir hjá Hafró að ætl­un­in sé að veiðunum ljúki um næstu mánaðamót. Verði veður skap­legt sé út­lit fyr­ir að dýr­in ná­ist á þeim tíma.

Að sögn Sunnu var bræla á miðum í gær og hún ekk­ert heyrt í hrefnu­veiðibát­un­um frá í fyrra­dag, en þá veiddi Njörður KÓ síðustu hrefn­una sem veiðst hef­ur. Var það sjötta hrefn­an sem Njörður nær. Hall­dór Sig­urðsson ÍS hef­ur veidd flest dýr­in eða 10 og Sig­ur­björg BA átta. Veiðarn­ar hóf­ust fyr­ir mánuði.

Flagg­skip Green­peace-sam­tak­anna, Rain­bow Warri­or, hef­ur verið hér við land und­an­farið í þeim til­gangi að reka áróður gegn vís­inda­veiðunum og að Íslend­ing­ar hefji yf­ir­leitt aft­ur hval­veiðar í vís­inda­skyni. Sam­kvæmt frétt sem birt­ist á heimasíðu sam­tak­anna í gær hafa þeir ekki farið bón­leiðir til búðar.

„Nær­vera okk­ar á Íslandi er far­in að snúa al­menn­ings­álit­inu á þess­ari eyju í Norður-Atlants­hafi. Íslenska rík­is­stjórn­in er nú að end­ur­skoða svo­nefnda „vís­inda­veiðiáætl­un" sína og for­sæt­is­ráðherr­ann gaf ný­verið til kynna að hval­veiðar Íslend­inga myndu leggj­ast af fynd­ist ekki markaður fyr­ir afurðirn­ar."

Þannig hljóm­ar upp­haf frétt­ar­inn­ar sem er und­ir fyr­ir­sögn­inni „Ísland: Hval­veiðiþjóð í dag, en hversu lengi?" Og bætt er við í und­ir­fyr­ir­sögn að skoðana­könn­un sýni þverr­andi stuðning við hval­veiðar.

„Til viðbót­ar leggja nú lyk­il­menn að rík­is­stjórn­inni að taka til­boði okk­ar um að hvetja fólk til ferðalaga til Íslands sem um­hverf­i­s­væns áfangastaðar í framtíðinni er hval­veiðum hef­ur veirð hætt. Rík­is­út­varpið gerði könn­un á vefsvæði sínu og spurði hvort mönn­um fynd­ist taka bæri til­boði Green­peace. Þegar könn­un­inni lauk höfðu 71% svarað ját­andi," seg­ir einnig í frétt­inni.

Vitnað er til þess að Davíð Odds­son for­sæt­is­ráðherra hafi í sam­tali við Kyodo-frétta­stof­una 10. sept­em­ber sl. sagt að hval­veiðar í at­vinnu­skyni yrðu háðar því að Jap­an­ir keyptu kjötið því eft­ir­spurn eft­ir því heima fyr­ir væri „afar lít­il".

Frode Pleym, talsmaður Green­peace, seg­ir að þessi játn­ing for­sæt­is­ráðherr­ans tákni að „ís­lenska rík­is­stjórn­in kunni allt eins að leggja öll hval­veiðiá­form á hill­una því aldrei muni verða af nokkr­um út­flutn­ingi til Jap­ans. Alþjóðleg viðbrögð og, og kald­hæðni ör­lag­anna eða eit­ur­efni í hval­kjöti, muni koma í veg fyr­ir það," seg­ir á heimasíðu Green­peace.

Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS.
Hrefna dreg­in upp í Hall­dór Sig­urðsson ÍS. AP
mbl.is