Hafró segir fullt tillit tekið til hvalaskoðunarbáta

Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS.
Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS. AP

Haf­rann­sókna­stofn­un­in seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem hún hef­ur sent frá sér að það hafi verið staðfast­ur vilji stofn­un­ar­inn­ar og starfs­manna henn­ar að haga hrefnu­veiðum og rann­sókn­um þannig að þær yllu ekki ónæði eða árekstr­um við hvala­skoðun­ar­skip. Sl. mánu­dag gagn­rýndi formaður Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands Haf­rann­sókna­stofn­un­ina og hrefnu­veiðimenn í fjöl­miðlum vegna meints yf­ir­gangs þeirra í garð hvala­skoðun­ar­báta.

Yf­ir­lýs­ing stofn­un­ar­inn­ar er eft­ir­far­andi:

„Vegna um­mæla í fjöl­miðlum um meint skeyt­ing­ar­leysi starfs­manna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar um ferðir hvala­skoðun­ar­skipa á Faxa­flóa, mánu­dag­inn 15. sept­em­ber og til­kynn­ing­ar Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands, vill stofn­un­in taka fram eft­ir­far­andi:

Allt frá því að rann­sókna­veiðarn­ar hóf­ust í ág­úst s.l. hef­ur það verið staðfast­ur vilji Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar og starfs­manna henn­ar að haga hrefnu­veiðum og rann­sókn­um með til­liti til ferða hvala­skoðun­ar­báta þannig að þær yllu ekki ónæði eða árekstr­um. Af því til­efni voru leiðang­urs­stjór­um veiðiskip­anna gef­in þau fyr­ir­mæli að halda sig fyr­ir utan reglu­bund­in hvala­skoðun­ar­svæði og að leiðang­urs­menn gerðu sér far um að afla upp­lýs­inga um ferðir hvala­skoðun­ar­skipa. Þessu hef­ur verið ná­kvæm­lega fylgt eft­ir, en þó skal í þessu sam­bandi upp­lýst að því miður hef­ur rekstr­araðili hvala­skoðun­ar­báts­ins Hafsúl­unn­ar KE og Gests KE ekki sýnt áhuga á slíku sam­ráði.

Það skal hins veg­ar upp­lýst að Gest­ur KE, sem um nokk­urt skeið hef­ur fylgt eft­ir hrefnu­veiðibátn­um Nirði KÓ með kvik­mynda­töku­menn óþekktra aðila um borð langt út fyr­ir hvala­skoðun­ar­slóð, kom á vett­vang þegar hrefn­an var tek­in að síðu skips. Svo virðist sem þar séu á ferðinni aðilar sem hafi það ætl­un­ar­verk að ná mynd­um af því er hrefn­an er af­lífuð. Ef rétt er, hlýt­ur það að orka tví­mæl­is að hags­munaaðili sem tel­ur sig geta orðið fyr­ir skaða af völd­um áróðurs gegn veiðum, standi að slíku.

Haf­rann­sókna­stofn­un­in tel­ur að um­mæli hvala­skoðun­araðila í fjöl­miðlum gefi ranga mynd af staðreynd­um máls­ins. Ljóst er að sú hrefna sem veidd var um borð í Nirði KÓ um 20 sjó­míl­ur frá Gróttu, var utan venju­bund­inn­ar leiðar Hafsúl­unn­ar. Jafn­framt skal það upp­lýst að skip­verj­ar og leiðang­urs­stjóri stofn­un­ar­inn­ar um borð í Nirði telja úti­lokað að Hafsúl­an hafi verið í námunda við skipið þegar á veiði stóð, enda aðgæsla vegna ferða skipa í ná­grenn­inu for­gangs­mál hjá áhöfn­inni af ör­ygg­is­ástæðum. Af staðfest­um upp­lýs­ing­um skipa í ná­grenni Hafsúl­unn­ar á þeirri stundu sem hrefn­an var veidd, var skipið fjarri veiðistað á um­rædd­um tíma.

Sem fyrr mun Haf­rann­sókna­stofn­un­in standa svo að þess­um rann­sókn­um, að sem minnst trufl­un verði af. Um það vill hún hafa gott sam­starf við hlutaðeig­andi aðila.“

mbl.is