Segja minni andstöðu við hvalveiðar

Norsk stjórn­völd gáfu í gær út hrefnu­veiðikvóta fyr­ir næsta ár og verður heim­ilt að veiða 670 dýr, sem er minna en í fyrra. Í Nor­egi er talið að veiðarn­ar muni að mestu fara fram án vand­kvæða enda fari andstaða við þær minnk­andi á alþjóðavett­vangi.

Kvót­inn fyr­ir þetta ár er 711 dýr. Sam­tals hafa veiðst 647 hrefn­ur það sem af er ár­inu. Norðmenn ein­ir þjóða veiða hrefn­ur í hagnaðarskyni en Íslend­ing­ar og Jap­an­ar veiða þær í vís­inda­skyni.

Kar­sten Klepsvik, talsmaður norska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, sagði í gær í viðtali við norska dag­blaðið Af­ten­posten að greini­legt væri að andstaða við hval­veiðar Norðmanna færi minnk­andi á alþjóðavett­vangi. Hann tel­ur að þol­in­mæði Norðmanna og stefnu­festa sé að skila ár­angri. "Ég tel að minni and­stöðu við veiðarn­ar sé einkum að rekja til þess að við höf­um ávallt stutt mál­flutn­ing okk­ar vís­inda­leg­um rök­um." Rune Frøvik, talsmaður hags­muna­sam­taka hval­veiðimanna í Norður-Nor­egi, tók í sama streng. "Hval­veiðar vekja ekki sömu at­hygli og fyrr og andstaðan er ekki jafn­kröft­ug og áður," sagði hann og bætti við að er­lend­ir blaðamenn sem til Nor­egs kæmu til að kynna sér nýt­ingu á þess­um stofn­um skiluðu nú mun betri grein­um en áður. Er­lend­ir blaðamenn væru nú jafn­vel til­bún­ir að bragða á hval­kjöti og væri það mik­il breyt­ing.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: