Opna vef um fréttir af íslenskum hvalveiðum

Tvær ferðaskrif­stof­ur, Arctic Experience í Bretlandi og Katla Tra­vel í Þýskalandi, hafa sett á lagg­irn­ar upp­lýs­inga­vef, þar sem birt er um­fjöll­un þýskra og breskra fjöl­miðla um hval­veiðar Íslend­inga. Í til­kynn­ingu frá ferðaskrif­stof­un­um seg­ir, að mark­mið vefjar­ins sé að hann nýt­ist þeim sem vilji fylgj­ast með viðbrögðum um­heims­ins við þess­um um­deildu veiðum.

Ferðaskrif­stof­urn­ar segj­ast báðar hafa mót­mælt hval­veiðum Íslend­inga op­in­ber­lega á efna­hags­leg­um rök­um, en um 20 þúsund ferðamenn koma ár­lega til Íslands á veg­um þeirra. Telja skrif­stof­urn­ar að með hval­veiðunum sé meiri hags­mun­um fórnað fyr­ir minni, þar sem veiðarn­ar hafi nei­kvæð áhrif á ímynd Íslands á alþjóðavett­vangi og að þær muni draga úr ásókn ferðamanna til lands­ins.

Í til­kynn­ingu skrif­stof­anna seg­ir, að þær grein­ar, sem birt­ast á vefn­um, end­ur­spegli ekki viðhorf fyr­ir­tækj­anna til hval­veiða, enda sé hlut­verk vefjar­ins ein­ung­is að miðla upp­lýs­ing­um sem end­ur­spegli af­stöðu um­heims­ins til þess­ara um­deildu veiða.

Upp­lýs­inga­vef­ur­inn

mbl.is