Oddurinn sprakk ekki

Sprengi­odd­ur­inn í skutli Njarðar sprakk ekki þegar bát­ur­inn var á hrefnu­veiðum vest­an við land í gær. Skutull­inn hæfði hrefnu og drapst dýrið við höggið þótt sprengj­an spryngi ekki. Að ráði sprengi­deild­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar var ákveðið að sigla til hafn­ar í Ólafs­vík.

Hafn­ar­svæðinu var lokað í smá­stund í gær­kvöldi, á meðan starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar tóku sprengi­odd­inn upp úr bátn­um og rönt­gen­skoðuðu hann. Síðan var hann sprengd­ur í sand­bing utan við bæ­inn. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar var talið að eitt­hvað hefði gengið til í sprengju­hleðslunni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: