Tókst að veiða 36 af 38 hrefnum

Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS.
Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS. AP

Alls höfðu 36 hrefn­ur verið veidd­ar sam­kvæmt rann­sókna­áætl­un Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í gær en þá lauk jafn­framt veiðunum. Síðustu hrefn­una veiddi hval­veiðibát­ur­inn Hall­dór Sig­urðsson í gær­kvöldi. Ekki tókst að veiða síðustu tvær hrefn­urn­ar sem þurfti til viðbót­ar til að fylla kvót­ann.

"Við vor­um reynd­ar mjög meðvituð um þetta þegar við ákváðum að hefja veiðar að við vær­um hugs­an­lega mjög tæp­ir á að ná þessu og hugs­an­lega myndi vanta nokk­ur dýr," seg­ir Gísli Vík­ings­son, verk­efna­stjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un. Stefnt var að því upp­haf­lega að veiða 38 hrefn­ur.

Að sögn Gísla er framund­an að afla upp­lýs­inga úr sýn­um sem tek­in voru af dýr­un­um, það sé heil­mik­il vinna og ekki að vænta niðurstaðna fyrr en með vor­inu. Sú vinna dreif­ist á marg­ar stofn­an­ir auk Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Til dæm­is fara meng­un­ar­mæl­ing­ar á vefj­um hvals­ins fram á Rann­sókna­stofn­un fiskiðnaðar­ins en þær eru hluti af heilsu­farsþætti rann­sókn­ar­inn­ar. Þá taka dýra­lækn­ar frá Keld­um og lækn­ir frá Land­spít­ala - há­skóla­sjúkra­húsi, sem stundað hef­ur horm­ón­a­rann­sókn­ir á hvöl­um, þátt í rann­sókn­inni.

Miðað er við að áfanga­skýrslu um rann­sókn­ina verði skilað til Alþjóðahval­veiðiráðsins í vor. Að sögn Gísla er hugs­an­legt að mjög fljót­lega verði birt­ar upp­lýs­ing­ar um sam­setn­ingu afl­ans.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: