Breskur ráðherra segist ekki verðskulda hatur Íslendinga

Breski sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ann Ben Brads­haw seg­ist ekki verðskulda þá út­nefn­ingu að vera „hataðasti maður­inn á Íslandi" vegna and­stöðu sinn­ar við vís­inda­veiðar Íslend­inga á hrefnu. Seg­ir hann blaðamenn hafa slitið orð sín úr sam­hengi.

„Hann kann að þykja stór­lax á Is­leworth-vegi, Iol­ant­he-tröð og Ivy-braut en þegar Ísland er ann­ars veg­ar finnst mönn­um lítið til Ex­eeter-þing­manns­ins Ben Brads­haw koma. Staðreynd­in er sú að maður sem geng­ur und­ir nafn­inu „herra fisk­ur" í Bretlandi vegna hlut­verks síns sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra er hat­ur­s­tákn á litlu, gosösku­eynni í kald­rana­leg­um jaðri Norður-Atlants­hafs­ins".

Þannig seg­ir á frétta­vef Ex­eter-blaðsins Express & Echo á Net­inu. Þar er grein frá því að hvala­vin­ur­inn Brads­haw hafi komið sér í kland­ur á Íslandi fyr­ir að dirf­ast að halda því fram að það væri rangt af hálfu Íslend­inga að hefja hval­veiðar á ný.

„Ef það var ekki nógu slæmt þá fóru fregn­ir af því að Brads­haw hafi lagt til að Bret­ar færu ekki í frí til Reykja­vík­ur og keyptu sér ekki ís­lensk­ar vör­ur eins og... hraunstytt­ur og óvenju­lega hluti sem gerðir eru úr fiski­bein­um," seg­ir í frétt­inni.

Bætt er við að Brads­haw neiti harðlega að hafa viðhaft slík um­mæli en hann hviki þó ekki frá and­stöðu sinni við hval­veiðar. „Ég er ekki í upp­á­haldi á Íslandi sem stend­ur vegna for­dæm­ing­ar minn­ar á því að þeir skuli taka aft­ur til við hval­veiðar. Um það hef­ur verið skrifað í öll blöðin þar. Ég komst að því að ég væri óvin­ur þeirra núm­er eitt er kunn­ingi minn í Reykja­vík sendi mér úr­klipp­ur úr dag­blöðunum.

Þar á meðal voru alls kyns teikni­mynd­ir og grein­ar þar sem ég var skammaður fyr­ir hvað ég hafði sagt um hval­veiðistefnu þeirra," seg­ir Brads­haw við heima­blað sitt. Og ít­rek­ar að það sé með öllu órétt­læt­an­legt að veiðar séu nauðsyn­leg­ar til að afla gagna um hversu mik­inn fisk hval­ir éti.

„Ég hvatti ekki Breta til að sniðganga ís­lensk­ar vör­ur eða ferðaþjón­ustu því það er í raun ólög­mætt - það var rang­lega eft­ir mér haft eða það sem ég sagði mis­skilið," seg­ir Brads­haw.

mbl.is