Hvalfriðunarsinnar skemma veggspjöld í Lundúnum

Nokkuð er um það að hvalfriðun­ar­sinn­ar eyðileggi vegg­spjöld sem Flug­leiðir hafa látið setja upp á lest­ar­stöðvum í Lund­ún­um þar sem ferðir til Íslands eru aug­lýst­ar.

Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Flug­leiða, seg­ir að um víðtæka aug­lýs­inga­her­ferð sé að ræða sem hafi haf­ist um miðjan sept­em­ber og standi yfir fram í miðja nóv­em­ber. Um sé að ræða nokkr­ar mis­mun­andi út­gáf­ur af vegg­spjöld­um sem komið sé upp á 700 stöðum í öll­um neðanj­arðarlesta­stöv­un­um í Lund­ún­um. Her­ferðin hafi gengið mjög vel og Flug­leiðir hafi fengið mik­il og góð viðbrögð við henni.

Hins veg­ar hafi verið nokk­ur dæmi þess að hvalfriðun­ar­sinn­ar hafi skemmt eitt­hvað af veg­spjöld­um. Það sé aft­ur á móti erfitt að fá yf­ir­sýn yfir hvað það sé mikið um þetta, þar sem að vegg­spjöld­in séu hreinsuð og skipt út af starfs­fólki lest­ar­stöðvanna jafnóðum og þetta ger­ist.

"Við þekkj­um all­nokk­ur dæmi um að hvalfriðun­ar­sinn­ar hafi verið að koma svona skila­boðum á fram­færi, en það er ekki hægt að hafa yf­ir­sýn yfir það hvað það er mikið," sagði Guðjón.

Hann sagði að and­stæðing­ar hval­veiða væru mjög áber­andi í Bretlandi og notuðu flest tæki­færi sem gæf­ust til þess að koma málstaðnum á fram­færi. Þeir yrðu áþreif­an­lega var­ir við það í sínu markaðsstarfi. Skrif­stof­ur þeirra í Bretlandi og víðar fengju mikið af orðsend­ing­um og tölvu­pósti þessa efn­is. Þá væri mikið fjallað um hvaðveiðarn­ar í banda­rísk­um fjöl­miðlum. Þannig væri hann með und­ir hönd­um þykka möppu með úr­klipp­um úr banda­rísk­um blöðum þar sem um­fjöll­un­ar­efnið væri hval­veiðar Íslend­inga.

Aðspurður hvort þeir teldu hættu á að hval­veiðarn­ar sköðuðu ís­lenska ferðaþjón­ustu sagði Guðjón að þeir hefðu áhyggj­ur af þeim áhrif­um sem hval­veiðarn­ar hefðu í þeim efn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: