Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna sjávarútvegsráðherra

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands hafa sent frá sér til­kynn­ingu þar sem þau gagn­rýna um­mæli Árna Matt­hiesen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, í ræðu hans á aðal­fundi LÍÚ í gær. Segja sam­tök­in að um­mæli Árna hafi verið ómál­efna­leg þgar hann talaði um öfga­hópa sem hefðu misst trú­verðug­leika í ljósi þess að hefðu orðið upp­vís­ir að blekk­ing­um og mis­notk­un á fé. Árni hafi ekki nefnt hvaða sam­tök hann átti við.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands segja að hér heima hafi gagn­rýni á hrefnu­veiðar í vís­inda­skyni einkum komið frá aðilum í ferðaþjón­ustu, ekki nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um. Er­lend­is frá hafi gagn­rýni á hval­veiðistefnu sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ekki síður komið frá rík­is­stjórn­um Banda­ríkj­anna, Bret­lands, Svíþjóðar eða Þýska­lands en um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­um.

„Þess­ir sleggju­dóm­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra eru ekki boðleg­ir í þeirri umræðu sem lýðræðis­legt þjóðfé­lag þrífst á. Umræða um um­hverf­is­mál eru þar síst und­an­skil­in og fram­lag um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka til þeirr­ar umræðu er mik­il­vægt. Þess hafa ís­lensk stjórn­völd notið vel á alþjóðavett­vangi í viðleitni sinni við að vernda líf­ríki sjáv­ar á gegn meng­un af völd­um þrá­virkra líf­rænna efna sem ógna líf­ríki sjáv­ar á norður­slóðum," seg­ir í til­kynn­ingu Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

mbl.is