Japanir uppgötva áður óþekkta hvalategund

mbl.is

Jap­ansk­ir vís­inda­menn hafa upp­götvað áður óþekkta hvala­teg­und og þakka vís­inda­hval­veiðum Jap­ana fund sinn; segja að án þeirra hefðu þeir aldrei gert þessa upp­götv­un. Um er að ræða dýr sem skylt þykir steypireyð og hef­ur skepn­an fengið lat­neska heitið Bala­enoptera omurai.

Skýrt er frá niður­stöðunni í nýj­asta hefti nátt­úru­fræðirits­ins Nature en þar seg­ir að erfðaefni hinn­ar 12 metra löngu skepnu og beina­bygg­ing henn­ar - einkum höfuðkúp­an - sé frá­brugðin öðrum skíðis­hvel­um þótt mik­ill skyld­leiki sé með henni og steypireyð. Þá eru skíðin færri.

Upp­götv­un­ina gerðu sér­fræðing­ar við fisk­veiðirann­sókna­stofn­un­ina í Yo­kohama í Jap­an með rann­sókn­um á erfðaefni svo­nefndra Skorur­eyða en ágrein­ing­ur hef­ur verið um hvort þar sé jafn­vel um að ræða fleiri teg­und en eina.

Japönsku vís­inda­menn­irn­ir halda því nú fram að þær séu ekki tvær held­ur þrjár; Skorur­eyður, Edens-hval­ur og nýja teg­und­in, omurai. Rann­sókn­ir þeirra á hval sem rak á land 1998 á eynni Tsunos­hima - og sýn­um úr hvöl­um sem veidd­ir voru fyr­ir 30 árum - hafi leitt það í ljós.

„Án vís­inda­veiðanna hefðum við aldrei gert þessa upp­götv­un," seg­ir forsprakki vís­inda­mann­anna við fisk­veiðirann­sókna­stofn­un­ina í Yo­kohama.

mbl.is