Grænfriðungar safna fé til hrefnuherferðar

Skosk­ir Grænfriðung­ar hvetja nú fé­laga í sam­tök­un­um til að láta fé af hendi rakna til her­ferðar gegn hrefnu­veiðum, að því er kem­ur fram á frétta­vef skoska blaðsins Glasgow Daily Record. Þar seg­ir að um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­in þurfi á fé að halda til að kaupa nýj­an út­búnað, svo hægt verði að grípa til aðgerða gegn veiðum á hrefnu í Atlants­hafi.

Blaðið seg­ir, að Íslend­ing­ar hafi reitt um­hverf­is­vernd­arsinna til reiði með því að veiða 36 hrefn­ur í vís­inda­skyni í haust og áformi að veiða 250 til viðbót­ar á næsta ári.

Fram hef­ur komið hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um að eng­in ákvörðun hafi verið tek­in um hvort frek­ari hrefnu­veiðar verði á næsta ári.

mbl.is