Skýrsla um áhrif hvalveiða umfangsmeiri en talið var

Sturla Böðvars­son, sam­gönguráðherra, upp­lýsti við upp­haf þing­fund­ar í dag, að eft­ir að vinna hófst í sam­gönguráðuneyt­inu við skýrslu, sem Mörður Árna­son alþing­ismaður óskaði eft­ir um áhrif vís­inda­hval­veiða á síðasta ári á ímynd lands­ins sem ferðamanna­lands, hafi komið í ljós að könn­un­in yrði mun um­fangs­meiri og kostnaðarsam­ari en ráð var gert fyr­ir.

Sagði Sturla, að ekki væri lík­legt að könn­un­in gæfi rétta mynd nema hún næði til stærri hóps og yfir lengri tíma en upp­haf­lega var ráð fyr­ir gert. Sagðist Sturla hafa viljað gera þing­inu grein fyr­ir þessu frek­ar en skila inn skýrslu, sem ekki gæfi nema hluta þeirra upp­lýs­inga sem farið var fram á.

Mörður og fleiri þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lögðu áherslu á að um­rædd­ar upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir áður en ákvörðun verður tek­in um hvort fram­hald verði á hval­veiðum. Sagði Mörður að þessi vinna hefði átt að vera hluti þeirr­ar ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hefja hval­veiðar á sín­um tíma.

Sturla benti á að í skýrslu­beiðninni hefði verið farið fram á að lagt verði mat á þær hval­veiðar sem fóru fram á síðasta ári. Þá sagði Sturla ljóst, að inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar lægi fyr­ir að menn vildu helst vera laus­ir við þau áhrif sem hval­veiðar kynnu að hafa.

mbl.is