Verulegt tap af rekstri hvalaskoðunarfyrirtækja

Tap af rekstri hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja á Íslandi nam hátt í 90 millj­ón­um króna á ár­un­um 1999 til 2002 á verðlagi hvers árs og var tapið mest á ár­un­um 2002 og 2001. Mörg þess­ara hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja virðast vera illa stödd fjár­hags­lega með lítið eða í mörg­um til­vik­um nei­kvætt eigið fé. Sam­an­lagðar skuld­ir hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækj­anna, einnig á verðlagi hvers árs, juk­ust úr liðlega 105 millj­ón­um króna í tæp­ar 307 millj­ón­ir króna frá 1999 til 2002 en sam­an­lagt eigið fé þeirra var 34,4 millj­ón­ir í lok árs 2002.

Þetta var meðal þess sem fram kom í er­indi sem Kristján Lofts­son flutti á málþingi Stafn­búa í opnu húsi Há­skól­ans á Ak­ur­eyri í gær og sagði hann for­vitni­legt að vita hvernig staðan væri eft­ir árið í fyrra og ljóst að staða þess­ar­ar grein­ar væri ekki ýkja beys­in.

Fengu einnig rík­is­styrki

Í erindinu birti Kristján tölur um afkomu flestra hvalaskoðunarfyrirtækja hér á landi en þau eru Moby Dick ehf. í Reykjanesbæ, Húnaströnd ehf. í Hafnarfirði, Sjóskoðun ehf., Farskip ehf. og Hvalastöð Keflavíkur og Elding Hvalaskoðun ehf., öll í Reykjavík, Sæferðir ehf. í Stykkishólmi, Eyjaskip ehf. á Sauðárkróki, Sjóferð ehf. á Dalvík og Höfðaver og Norðursigling á Húsavík.

Mest var tapið hjá Eld­ingu, eða tæp­ar 38 millj­ón­ir á um­ræddu tíma­bili, og var eigið fé henn­ar nei­kvætt um 39 millj­ón­ir í árs­lok 2002.

Kristján benti einnig á að í skýrslu fjár­málaráðherra vegna fyr­ir­spurn­ar á Alþingi kæmi fram að Hvalamiðstöðin hafi fengið 7,4 millj­ón­ir í styrk árið 2002 og Norður­sigl­ing hafi fengið fimm millj­óna króna rík­is­styrk árið 2002 til þess að styrkja rekst­ur­inn, eins og það hafi verið orðað. Sam­tals hafi styrk­ir til þess­ara fyr­ir­tækja numið 14,3 millj­ón­um árið 2002.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: