Segir ríkisstyrk forsendu hagnaðar hvalaskoðunarfyrirtækis

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., seg­ir vegna yf­ir­lýs­ing­ar frá Norður-Sigl­ingu, sem birt­ist í gær, að ef ekki hefði komið til rík­is­styrk­ur hefði Norður-Sigl­ing verið með 11% eig­in­fjár­hlut­fall árið 2002. Fram kom í yf­ir­lýs­ingu Norður-Sigl­ing­ar að fé­lagið hafi und­an­far­in ár verið rekið með hagnaði og eig­in­fjárstaðan sé traust.

Kristján Lofts­son seg­ir að árið 2002 hafi hagnaður af rekstri Norður-Sigl­ing­ar verið 773.258 krón­ur en hafa beri í huga að fé­lagið fékk styrk frá mennt­málaráðuneyt­inu sem hljóðaði upp á 5 millj­ón­ir til að styrkja rekst­ur­inn, eins og segi í svari fjár­málaráðherra á Alþingi 4. fe­brú­ar 2004 vegna fyr­ir­spurn­ar Brynju Magnús­dótt­ur, varaþing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um fjár­fram­lög rík­is­sjóðs til ferðaþjón­ustu árin 2002 og 2003. Seg­ir Kristján að ef þessa styrks hefði ekki notið við árið 2002, þá hefði rekst­ur Norður-Sigl­ing­ar komið út með tapi upp á rúm­ar 4 millj­ón­ir króna. Eigið fé Norður-Sigl­ing­ar hefði veikst um sömu upp­hæð eða um tæp­lega helm­ing.

„Ef of­an­nefnd­ur styrk­ur hefði ekki komið til þá hefði eig­in­fjár­hlut­fall Norður-Sigl­ing­ar ehf. lækkað úr um 19% í um 11%. Í fyr­ir­tækja­rekstri telst 11% eig­in­fjár­hlut­fall ekki ýkja traust," seg­ir Kristján Lofts­son.

mbl.is