Hrefnuvertíð norskra skipa hefst 10. maí nk. og verður leyft að veiða 670 dýr. Fyrirkomulag veiðanna verður með svipuðum hætti og í fyrra. Áhöfnum bátanna verður skylt að taka sýni úr hrefnunum í samræmi við kröfur norsku fiskistofunnar. Vertíðinni á að vera lokið 31. ágúst.
Fram kemur á vef Fiskifrétta að veiðunum verði stýrt með hámarkskvótum og aðeins bátar, sem tekið hafa þátt í veiðunum einhver af síðustu sex árum, fá úthlutað veiðileyfum.