Norðmenn hefja hrefnuveiðar í maí

Hrefna kemur upp að yfirborðinu til þess að anda.
Hrefna kemur upp að yfirborðinu til þess að anda. mbl.is

Hrefnu­vertíð norskra skipa hefst 10. maí nk. og verður leyft að veiða 670 dýr. Fyr­ir­komu­lag veiðanna verður með svipuðum hætti og í fyrra. Áhöfn­um bát­anna verður skylt að taka sýni úr hrefn­un­um í sam­ræmi við kröf­ur norsku fiski­stof­unn­ar. Vertíðinni á að vera lokið 31. ág­úst.

Fram kem­ur á vef Fiskifrétta að veiðunum verði stýrt með há­marks­kvót­um og aðeins bát­ar, sem tekið hafa þátt í veiðunum ein­hver af síðustu sex árum, fá út­hlutað veiðileyf­um.

mbl.is