David Attenborough andvígur hvalveiðum

Heim­ild­ar­mynda­gerðarmaður­inn sir Dav­id Atten­borough seg­ir að ógern­ing­ur sé að drepa hvali á mannúðleg­an hátt þegar skutull er notaður til þess, að því er seg­ir í frétt Guar­di­an. Þá ef­ast hann um að siðmenntaðar þjóðir eigi að um­bera hval­veiðar, að því er kem­ur fram í skýrslu vís­inda­manna og þekktra dýra­vernd­ar­sam­taka. Fram til þessa hef­ur Atten­borough gætt þess að taka ekki af­stöðu til mis­mun­andi stjórn­mála- og dýra­vernd­un­ar­skoðana en í skýrsl­unni Trou­bled Waters læt­ur hann and­stöðu sína við hval­veiðar klár­lega í ljós.

And­stæðing­ar hval­veiða hafa einkum ein­blínt á það hvort unnt sé að drepa hval á mannúðleg­an hátt. Þeir segja að ef það sé ekki unnt, þá ættu Bret­ar ekki að taka upp hval­veiðar á ný.

Skýrsl­an leiðir í ljós að ekki er unnt að tryggja að skepn­an drep­ist sam­stund­is og þó svo að hval­ir drep­ist að jafnaði tveim­ur mín­út­um eft­ir að skutull­inn hæf­ir þá, þá lifi marg­ir hval­ir leng­ur. Sum­ir hljóta sár og óvíst er um ör­lög þeirra.

Í for­mála skýrsl­unn­ar seg­ir Atten­borough: „Hval­ir eru háþróuð dýr og afar næm. Fé­lags­líf þeirra er flókið. Þeir kalla á hvern ann­an um lang­an veg í sjón­um. Þeir eru stærstu skepn­ur sem nokkru sinni hafa verið á jörðinni, mun stærri en nokk­ur risaeðla. Það er ekk­ert í hvalskrokkn­um sem við nýt­um sem við get­um ekki fundið ann­ars staðar.“ Þá seg­ir Atten­borough að í skýrsl­unni sé að finna bein­h­arðar og vís­inda­leg­ar sann­an­ir fyr­ir því að ekki sé unnt að drepa hval á sjó á mannúðleg­an hátt.

Trou­bled Waters

mbl.is