Hrefnuveiðar Norðmanna hafnar

Hrefna hífð um borð í hrefnuveiðibátinn Njörð KÓ undan Vesturlandi …
Hrefna hífð um borð í hrefnuveiðibátinn Njörð KÓ undan Vesturlandi á síðasta ári. AP

Hrefnu­veiðar Norðmanna hóf­ust í vik­unni og í morg­un var búið að skjóta sjö hrefn­ur í Norður­sjó. Alls verður leyft að skjóta 670 hrefn­ur við Nor­eg í ár. Jap­an­ar hefja vís­inda­veiðar á hrefnu í Suður­höf­um 13. þessa mánaðar. Enn hef­ur ekki verið ákveðið hvort hrefnu­veiðar verði við Ísland í ár en í fyrra var gef­inn út hrefnu­veiðikvóti vegna vís­inda­rann­sókna.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Skip­um.is í dag, að Norðmenn hafi ákveðið að lág­mark­s­mverð á hrefnu­kjöti verði 29 norsk­ar krón­ur á kíló en það sam­svar­ar um 313 ís­lensk­um krón­um.

Veiðikvót­an­um er er deilt á svæði frá Norður­sjó og norður eft­ir norsku lög­sög­unni og einnig á Jan Mayen- og Sval­b­arðasvæðinu. 33 skip eru skráð til veiðanna. Dregið hef­ur verið úr kvót­an­um í Bar­ents­hafi en auk­inn kvóti er í boði á Jan Mayensvæðinu.

Skip.is

mbl.is